profile picture
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Starfstitill
Lögmaður og sáttamiðlari
Fyrirtæki
Fasteignamál Lögmannsstofa
Vinnusími
552 2420
Farsími
891 6984
Deildir
Atvinnurekandadeild
Gef kost á mér til stjórnarsetu
Tilbúin að koma fram í fjölmiðlum
Ég er stjórnandi í fyrirtæki
Stjórnarseta
Stjórn Landsvirkjunar og Húseigendafélagsins.
Starfsferill
Guðfinna stofnaði Fasteignamál Lögmannsstofu í ársbyrjun 2002 og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, fjöleignarhúsamálum, húsaleigumálum og skipulags- og byggingarmálum. Áður starfaði hún sem lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, hjá Íbúðalánasjóði, Húsnæðisstofnun ríkisins og á framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar.

Auk starfa sinna sem lögmaður hefur hún tekið þátt í gerð lagafrumvarpa, reglugerða, úrskurða og álitsgerða, verið í stjórnum, nefndum og ráðum, kennt og haldið fyrirlestra um ýmis mál tengd fasteignum.

Guðfinna hefur meðal annars kennt og haldið fyrirlestra um fasteignamál og lagareglur á því sviði á námskeiði til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, námskeiði í gerð eignaskiptayfirlýsinga, námskeiði til réttinda leigumiðlunar, námskeiði fyrir mannvirkjahönnuði og námskeiði fyrir matsmenn, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Félagi fasteignasala, Lögmannafélagi Íslands, Lagnafélagi Íslands, Steinsteypufélagi Íslands, á samnorrænni ráðstefnu, Landshlutafundi skráningaraðila í Landskrá fasteigna og fyrir starfsmenn ýmissa fyrirtækja og stofnana.

Guðfinna er í stjórn Landsvirkjunar og í stjórn Húseigendafélagsins. Þá er Guðfinna formaður prófnefndar eignaskiptayfirlýsinga og formaður prófnefndar leigumiðlara.

Guðfinna var borgarfulltrúi 2014–2018 og sat meðal annars í borgarráði, umhverfis- og skipulagsráði og forsætisnefnd.

Guðfinna var formaður kærunefndar húsamála 2011–2013, í stjórn Húseigendafélagsins 2002–2011 (og aftur frá 2018), í stjórn Búseta húsnæðissamvinnufélags 2005–2008 og í stjórn Félags löggiltra leigumiðlara 2009–2011. Guðfinna var ritari kærunefndar fjöleignarhúsamála og kærunefndar húsaleigumála 1997–2002. Þá hefur Guðfinna verið formaður prófnefndar eignaskiptayfirlýsinga frá 2008 og formaður prófnefndar leigumiðlara frá 2000.