Frestur til að skila inn áliti rennur út 15. maí nk.

Stjórn FKA óskar eftir áliti félagskvenna á tillögum stjórnar til breytinga á lögum félagsins sem og tillögum um reglur um nefndir félagsins.

Tillögur að reglum um nefndir FKA.

Stjórn hefur unnið tillögur að reglum um nefndir FKA sem fyrirhugað er að leggja fram til samþykktar á aðalfundi FKA 2020 þann 10. júní 2020. Drög að reglum fyrir starfsnefndir Félags kvenna atvinnulífinu „Reglur til umsagnar – ósamþykktar“ má finna HÉR.

Við viljum að félagskonur fái tækifæri til að hafa áhrif á umgjörð um starfsemi félagsins eins og kostur er og höfum því ákveðið að óska eftir áliti um þær frá félagskonum fyrir 15. maí nk. Ábendingar sendist á fka@fka.is.

Tillögur til breytinga á lögum félagsins.

Stjórn hyggst einnig leggja fram tillögur til breytinga á lögum félagsins á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 10. júní nk. kl. 17. Gerð er grein fyrir lagabreytingatillögunum hér að neðan. Annars vegar er gerð grein fyrir núverandi ákvæði laganna og hins vegar er gerð grein fyrir tillögu stjórnar til breytinga.

Sjá lög FKA HÉR.

Stjórn FKA óskar eftir áliti félagskvenna FKA á fyrirhuguðum lagabreytingum. Tillögur um lagabreytingar FKA má sjá HÉR (ath. 2 stk. bls). Þess er óskað að félagskonur sendi álit sitt á netfangið fka@fka.is fyrir 15. maí nk.

Félagskonur eru jafnframt hvattar til að setja fram tillögur um aðrar breytingar sem þær telja að gera mætti á lögum félagins.

Slíkar tillögur óskast sendar á netfangið fka@fka.is fyrir 15. maí nk.

Með hlýjum FKA kveðjum,

Stjórn FKA