100 ára afmæli kosningarétta kvenna víða fagnað

Hátíðar- og fræðslu fundir voru haldnir um land allt þann 19. júní 2015 til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur hlutu kosningarétt.

Sýningin “Hvað er svona merkilegt við það?” – störf kvenna í 100 ár var haldin í Þjóðminjasafni Íslands, kvennagöngur voru haldnar, frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði þjóðina frá svölum Alþingis og endalaust væri hægt að telja upp þá viðburði sem fram fóru.

Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna stóð að vefsíðunni Kosningaréttur 100 ára – hér má nálgast slóðina:  SMELLTU HÉR .

FKA konur tóku margar hverjar þátt í alþjóðlegu ráðstefnunni WE2015 og þótti samtalið vel heppnað, enda karlmenn mættir til að taka þátt í umræðunum og tileinka sér þetta helsta efnahagsmál framtíðarinnar.  Hér má nálgast skilaboð Christine Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem hún kemur inn á mikilvægi málefnisins:
Christine Lagarde – SMELLTU HÉR