15 ára afmælishátíð LeiðtogaAuðar – sjá fjölmiðlaumfjöllun og myndir  

Vel heppnuð afmælishátíð 

LeiðtogaAuður varð til í tengslum við aldamótaverkefnið ,,AUÐUR í krafti kvenna” árið 2000. 

Í félaginu eru konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, hafa gegnt ábyrgðarstöðum og tekið þátt í eflingu íslensks atvinnulífs. Félagskonur eru nú um 100, langflestar eru þær í stjórnendastöðum, hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. LeiðtogaAuður er í dag deild innan FKA. Guðrún Pétursdóttir, stofnandi félagsins sagði við þetta tilefni að mikið vatn væri runnið til sjávar og 52 fyrirtæki hefðu orðið til í kjölfar 
LeiðtogaAuðar sem hefðu skapað 200 störf. 

Eitt af markmiðum félagsins er að konur í forystusveit íslensks viðskiptalífs kynnist hver annarri og geti nýtt sér tengsl, stuðning, aðstoð og önnur tækifæri sem félagsskapurinn býður upp á, auk þess að vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur. Annað af markmiðum AUÐAR var að auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun og var LeiðtogaAuður einn af sex meginþáttum verkefnisins.

Hér má sjá fjölmiðlaumfjöllun og myndir frá afmælishátíðinni. 

Fréttanetið: 
LeiðtogaAuður 15 ára … Sjáður myndirnar 

ÍNN-Íslands nýjasta nýtt

Ruth Elfarsdóttir, fjármálastjóri Alcoa og formaður í spjall hjá Jóni G Hauksssyni ritstjóra Frjálsrar verslunar í viðskiptaþættinum Viðskipti á ÍNN TV. 

Sprengisandur:
Konur hafa völdin á fjölmiðlum – Gunnhildur Arna Gunnarsdóttur og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir töluðu um konur og fjölmiðla og sögðu konur stjórna öllum fjölmiðlum í landinu.​

Fréttatíminn:

Tengslanet áhrifakvenna eflt: Viðtal við Ruth Elfarsdóttur, formann LeiðtogaAuðar

Morgunblaðið:
Tengslanet kvenna getur styrkt stöðu kvenna í atvinnulífinu: Viðtal Margrétar Kristínar Sigurðardóttur við Thelmu Sigurðardóttur sem er að ljúka rannsóknarverkefni sínu um tengslanet kvenna.