20 ára afmælishátíð FKA

Vissir þú að FKA á 20 ára afmæli þann 9.apríl næstkomandi?

Ekki missa af þessum merku tímamótum og taktu daginn frá!

5.APRÍL 2019 – frá klukkan 18

FKA ætlar að blása til einstaks viðburðar í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Þetta er frábært tækifæri fyrir konur félagsins til að hittast og fagna saman tveimur áratugum af árangursríku starfi.

Viðburðurinn er opinn öllum konum í viðskiptum. Tengslanet, fjölbreytni og sýnileiki eru kjarna gildi starfsemi FKA. Eftir 20 ár af mikilli vinnu sem hefur stuðlað að stöðugri styrkingu á tengslaneti kvenna er tími til að skála og fagna saman!

Fylgstu með á vefsíðu FKA eða skráðu þig á póstlistann okkar til að fá nánari upplýsingar um hvað verður í boði á þessum skemmtilega degi!

Fylgstu með okkur á Facebook