200 FKA konur heimsóttu RÚV
Hátt
í 200 félagskonur FKA fylltu sjónvarpsstúdíó RÚV á einstökum viðburði í gær,
21. febrúar, á fjölmiðladegi FKA. RÚV og FKA kynntu þar samstarf til þriggja
ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum.
Magnús
Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Rakel Sveinsdóttir, formaður stjórnar FKA,
handsöluðu samstarfið. Magnús sagði konunum jafnframt frá stefnu RÚV í
jafnréttismálum og góðum árangri af mælingu RÚV á kynjum viðmælenda.
Gísli
Einarsson, ritstjóri sjónvarpsþáttarins Landans, fór yfir kynjamælingar
þáttastjórenda og gaf uppskrift af krafmiklum landa, en allt frá árinu 2013
hafa þeir unnið að því að jafna kynjaskiptinu viðmælenda með góðum árangri.
Pallborð
reynslubolta úr fjölmiðlaumhverfi ræddi konur í fjölmiðlaumhverfi nútímans. Því
var stýrt af Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, einum verkefnastjóra
fjölmiðlaverkefnis FKA og blaða- og almannatengli, en í pallborðinu voru:
Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar
Andrés Jónsson, almannatengill og eigandi Góðra samskipta
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta hjá Morgunblaðinu
Auður Jónsdóttir, rithöfundur og einn höfunda verðlaunabókarinnar
Þjáningarfrelsisins og,
Sigríður Hagalín, varafréttastjóri RÚV
Veislustjóri
var Þóra Arnórsdóttir.
Hrafnhildur
Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, þakkar fyrir hönd félagsins RÚV og öllum
þeim sem komu að viðburðinum kærlega fyrir einstakan og kraftmikinn dag.
„Fjölmiðladagur
FKA var árangursríkur og viðhorf allra blaða- og fréttamanna sem við hittum
þennan dag virkilega jákvætt til verkefnisins. Það gefur okkur von um að ásýnd
kvenna í fjölmiðlum verði enn meiri. Við erum í skýjunum með samstarfsamningin
og horfum jákvæðum augum til framþróunar í samstarfi við alla fjölmiðla
landsins.“