Month: febrúar 2013

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2013 verður haldinn miðvikudaginn 6. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra munu flytja erindi á opinni dagskrá fundarins. Þá mun fjölbreyttur hópur stjórnenda fjalla um leiðir til að skapa samstöðu um fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör landsmanna. …

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins Read More »

WOW auglýsir eftir stjórnarkonu

WOW air vill fleiri stelpur í stjórn félagsins. Breyting verður gerð á fjögurra manna stjórn WOW air á næsta aðalfundi og því leitum við að öflugri konu í stjórnina. Sendið umsókn á starf@wow.is fyrir 7.mars. SMELLTU hér fyrir auglýsingu í heild.

LeiðtogaAuður heimsækir NSA

Helga Valfells býður í heimsókn í Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA) þriðjudaginn 19. febrúar, kl. 17.00-19.00, í Húsi verslunarinnar, salur á 13. hæð, Kringlunni 7 Helga starfar sem framkvæmdstjóri sjóðsins og mun hún kynna starf sitt og starf sjóðsins í heild. Kvenfrumkvöðlar sem sjóðurinn hefur fjárfest í verða á staðnum og verður boðið upp á hagnýtar og …

LeiðtogaAuður heimsækir NSA Read More »

Heimsókn til FKA viðurkenningarhafa 2013

VIÐURKENNINGARHAFAR FKA 2013 Þriðjudaginn 26. febrúar kl 8.30-10.00 ætlum við að kynnast viðurkenningarhöfum félagsins  betur. Við fræðumst um reksturinn, atvinnuveg þeirra og ýmis konar áskoranir. Margrét Guðmundsdóttir hjá Icepharma ætlar að vera svo höfðingleg að taka á móti okkur í húsakynnum félagsins. Þar mun hún kynna fyrirtæki sitt, auk þess sem Guðrún Lárusdóttir kynnir Stálskip, …

Heimsókn til FKA viðurkenningarhafa 2013 Read More »

Heimsókn í ISAL fim 28. febrúar kl. 16.00

Fimmtudaginn 28. febrúar kl 16.00-18.00 munu Rannveig Rist og starfsfólk hennar taka vel á móti FKA félagskonum. Starfsemi ISAL verður kynnt um leið og við bjóðum upp á fyrirspurnir og léttar umræðar.  Einnig gefst okkur færi á að sjá verksmiðjuna.   Rannveig Rist hefur átt farsælan feril sem stjórnandi í íslensku atvinnulífi og í dag …

Heimsókn í ISAL fim 28. febrúar kl. 16.00 Read More »