Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2013 verður haldinn miðvikudaginn 6. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra munu flytja erindi á opinni dagskrá fundarins. Þá mun fjölbreyttur hópur stjórnenda fjalla um leiðir til að skapa samstöðu um fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör landsmanna. …