Month: september 2014

FKA og KVENN hefja formlegt samstarf

FKA og KVENN, félag kvenna í nýsköpun hafa ákveðið að hefja samstarf í vetur. Sigrún Jenný Barðadóttir formaður nýsköpunarnefndar Fka og Elínóra Inga Sigurðardóttir formaður Kvenn handsöluðu samstarfið fyrr í mánuðinum. Samstarfið tekur til viðburða nýsköpunarnefndar og KVENN, ásamt annarra verkefna. Á myndinni eru Elínrósa og Sigrún Jenný. 

Útflutningsverkefnið ÚH að hefjast: FKA og Íslandsstofa styrkja eitt sæti

Ertu í útflutningi eða í útflutningshugleiðingum? Markaðsverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) hefst þann 22. október nk. og er þegar byrjað að taka við umsóknum í þetta sívinsæla verkefni sem nú verður haldið 25 árið í röð. Útflutningsverkefnið ÚH er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og …

Útflutningsverkefnið ÚH að hefjast: FKA og Íslandsstofa styrkja eitt sæti Read More »

Velunnarar FKA

Kæru FKA konur. Undanfarin ár hefur starfsemi FKA eflst til muna og með fjölgun félagskvenna verður starfsemin fjölbreyttari og umfangsmeiri um leið. Á 15 ára afmælinu býður stjórn FKA félagskonum og fyrirtækjum þeirra að taka þátt með beinum hætti í uppbyggingu á félaginu, styrkja það og styðja enn frekar. Við kynnum nýtt fyrirkomulag til sögunnar: …

Velunnarar FKA Read More »

Félag íslenskra kvenna í atvinnulífinu stofnað í Kaupmannahöfn

Félag íslenskra Kvenna í atvinnulífinu í Kaupmannahöfn Stofnfundur félags íslenskra kvenna í atvinnulífinu í Kaupmannahöfn var haldinn í  sýningarhúsnæði Marel þann 22. maí síðastliðinn. Þar voru mættar yfir 20 konur sem allar  eru að fást við spennandi og skemmtileg verkefni á ýmsum sviðum atvinnulífsins á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu.  Á þessum fyrsta fundi voru Halla Benediktsdóttir, prjónahönnuður,  og …

Félag íslenskra kvenna í atvinnulífinu stofnað í Kaupmannahöfn Read More »

Nýherji og FKA í samstarf 

Nýherji og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hafa ákveðið að vinna saman að þekkingar- og fræðslumálum. FKA mun í haust og vetur halda fræðsluerindi að hluta hjá Nýherja þar sem áhersla verður lögð á nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi og viðskiptatengsl fyrir konur í atvinnurekstri. “Mannauðurinn er einn af grunnstoðum Nýherja en þar starfar vaxandi hópur kvenna. …

Nýherji og FKA í samstarf  Read More »