FKA heiðrar þrjár konur í atvinnulífinu
FKA- Félag kvenna í atvinnulífinu heiðraði Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. Erna Gísladóttir, sem er forstjóri bílaumboðsins BL ehf., hlaut FKA viðurkenninguna 2018. Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Vistvænnar framtíðar, fékk Þakkarviðurkenningu FKA og Sandra Mjöll Jónsdóttir …