Month: janúar 2020

Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar hlaut Viðskiptaverðlaunin árið 2019

Það var gleðileg stund þegar FKA-konan Gréta María tók á móti Viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2019 í Hörpu. Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur Krónan vakið verðskuldaða athygli fyrir að hafa markvisst lagt áherslu á umhverfis- og lýðheilsumál í sínum rekstri. Ítarlegt viðtal við Grétu Maríu Grétarsdóttur er að finna í …

Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar hlaut Viðskiptaverðlaunin árið 2019 Read More »

Nýsköpunarárið 2020 og appelsínugul veðurviðvörun

Þær létu ekki kolvitlaust veður stöðva sig félagskonurnar sem mættu á miðvikudagsmorgni í Hús atvinnulífsins til að ræða nýsköpun við upphaf 2020. Þar steig á stokk úrval kvenna sem starfa við nýsköpun en auk þess var á fimmta hundrað félagskvenna sem sá streymi frá fundinum. Nýsköpunarnefnd FKA vildi á fyrsta fundi ársins 2020 taka stöðuna …

Nýsköpunarárið 2020 og appelsínugul veðurviðvörun Read More »

FKA fjölmiðlaþjálfun 2020 í húsakynnum RÚV Efstaleiti 1

FKA og RÚV hleyptu fyrr á árinu af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk RÚV og FKA …

FKA fjölmiðlaþjálfun 2020 í húsakynnum RÚV Efstaleiti 1 Read More »