40 ár liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.

Þann 29. júní 2020 eru 40 ár liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.

Vigdís Finnbogadóttir er mikil fyrirmynd og á þessi einstaka kona sérstakan stað í hjarta þjóðarinnar. Frá stofnun lýðveldisins máttu konur bjóða sig fram til forseta en það liðu 36 ár frá stofnun lýðveldisins þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands árið 1980, fyrst kvenna. Vigdís steig fram og varð fyrst kvenna í öllum heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta.

„Vigdís er okkur öllum mikil fyrirmynd og við treystum því að hún minni SA á allar öflugu FKA-konurnar þarna úti,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA þegar Félag kvenna í atvinnulífinu afhenti Eyjólfi Árna Rafnssyni formanni Samtaka atvinnulífsins ljósmyndina í afmælisgjöf í tilefni af 20 ára afmæli samtakanna í haust.

Myndina má nú finna í almenningi hjá SA en með myndinni af frú Vigdísi Finnbogadóttur í parís sendi Félag kvenna í atvinnulífinu Samtökum atvinnulífsins hugheilar hamingjuóskir í tilefni 20 ára afmælisins. „Þessi mynd minnir okkur á að tapa ekki gleðinni og leiknum í lífinu,“ sagði Hulda Ragnheiður við Eyjólf Árna á góðri stundum í Húsi atvinnulífsins í tilefni afmælisins í haust. Nánar HÉR.

Til hamingju Ísland – Takk fyrir allt okkar kæra og okkar eina sanna Vigdís Finnbogadóttir.