Á að ganga aftur til kosninga á formanni og stjórnarkonum?

Kæru félagskonur!

Leitað er til okkar um hvort eigi að ganga aftur til kosninga á formanni og stjórnarkonum.

Skráning er fyrirfram á fundinn. Félagskonur verða að skrá sig fyrir klukkan 9 um morguninn þann 9. júní nk.

Skrá sig HÉR

Hvað: Stjórn FKA boðar til félagsfundar á Zoom 9. júní nk.  

Hvenær: Klukkan 17.00 – Biðstofan opnar kl. 16.15.

Hvar: Zoom-hlekkur verður sendur á skráðar félagskonur í tölvupósti.

Skráning: Skráning er fyrirfram á fundinn. Félagskonur verða að skrá sig fyrir klukkan 9 um morguninn þann 9. júní nk. Sjá hlekk neðst.

Skráðar konur fá sendan Zoom-hlekk og verða að mæta tímanlega á fundinn sem hefst kl. 17.00. Biðstofan opnar kl. 16.15 og þar verða konur samþykkar sem skráðu sig á fundinn fyrir klukkan níu um morguninn, konur sem eru sannarlega í félaginu og hafa greitt félagsgjöldin.

Það eiga allar félagskonur sem greitt hafa félagsgjöld að geta kosið. Við kjósum með rafrænum skilríkjum og því hægt að kjósa hvar sem er.

Mikilvægt er að skrá nafn sitt á Zoom því þátttakendur verða að birtast undir sínu nafni og það er ekki í boði að vera á fundinum sem „iphone“ & „ipad“

 Eigið góðan dag!