Á félagsfundi FKA 9. júní nk. kl. 17 ákveða félagskonur hvort boða eigi til auka aðalfundar. Skráning fyrirfram!

Félagsfundurinn okkar sem er á dagskrá 9. júní nk. kl. 17 á að vera fallegur gjörningur í framhaldi af ákvörðun ný kjörinnar stjórnar um að leita til félagskvenna og spyrja þær hvort þær vilja kjósa stjórn og formann aftur.

Skráning á félagsfundinn á Zoom þann 9. júní nk. klukkan 17 er fyrirfram og það má sjá hlekk á miðlum FKA og í tölvupósti sem hefur verið sendur á félagskonur, einnig hér:

Skráning á félagsfundinn HÉR

Á félagsfundinum ákveða félagskonur hvort boða eigi til auka aðalfundar, þar sem eitt atriði er á dagskrá, sem er að ganga aftur til kosninga á annars vegar formanni og hins vegar stjórnarkonum. Ef félagsfundur ákveður að ganga til kosninga, hefst auka aðalfundur klukkan 17:30 eða strax í kjölfar félagsfundar, standi hann lengur en 30 mínútur.

Mikilvægt er að taka af allan vafa á kjörinu sem fór fram á aðalfundi félagsins 19. maí 2021. Því eru félagskonur spurðar hvort þær vilja kjósa stjórn og formann aftur eða ekki. Félagskonur eru jú félagið og það er þeirra að staðfesta traust og umboð nýrrar forystu FKA til að leiða öflugt starf.

Nýkjörnir stjórnarmeðlimir og nýr formaður taka heilshugar undir það til þess að hvorki þær né félagskonur efist um umboðið sem þær hafa til að stýra félaginu.

• Konur verða að skrá sig fyrirfram. •

Ef það verður niðurstaða félagsfundar að kjósa aftur þá verður kosið á milli Fidu, Guðnýjar Birnu og Sigríðar Hrundar sem bjóða sig fram til formanns. Ein þeirra þriggja verður formaður og hinar tvær geta gefið kost á sér til stjórnar því kosið verður um stjórn í beinu framhaldi ef til formannskjörs kemur.

• Formannsræður, kynning geta verið 3 mínútur að hámarki og ræður, kynning kvenna í stjórnarframboði eiga að vera 2 mínútur að hámarki.

Formannsframboð FKA 2021 í stafrófsröð:

• Fida Abu Libdeh // Stofnandi og framkvæmdastjóri frumkvöðlafyrirtækisins GeoSilica

• Guðný Birna Guðmundsdóttir // Hjúkrunarstjóri / Formaður stjórnar HS Veitna (fyrst kvenna)

• Sigríður Hrund Pétursdóttir // Eigandi og fjárfestir / Vinnupallar

Stjórnarframboð FKA 2021 í stafrófsröð:

• Edda Rún Ragnarsdóttir // Innanhússarkitekt / Eigandi ERR Design – Eigandi ERR Design

• Eydís Rós Eyglóardóttir // Eigandi, framkvæmda- & fjármálastj. – Vélsmiðja / Kjúklingabú / Guesthouse

• Katrín Kristjana Hjartardóttir // Sérfræðingur hjá Origo

• Margrét Hallgrímsdóttir // Þjóðminjavörður Þjóðminjasafni Íslands

Gangi okkur öllum vel.