„Að draga fram konur sem hafa verið öðrum hvatning og fyrir­mynd er mjög mikilvægt…” Opið fyrir tilnefningar fyrir FKA Viðurkenningarhátíðina.

Hvaða konur vilt þú heiðra á FKA Viðurkenningarhátíðinni?

Opið fyrir tilnefningar!

„Að draga fram konur sem hafa verið öðrum hvatning og fyrir­mynd er mjög mikilvægt…”

Fyrir­myndir geti verið hver sem er og komið hvaðan sem er. „Þú sérð að Sara Björk er geggjuð í fullt af hlutum, meðal annars fó­bolta og þó svo að ég eigi bara eina silfur­medalíu af Ís­lands­meistara­móti í fót­bolta, innan­húss og á síðustu öld, þá er hún samt mín fyrirmynd,“ segir Andrea framkvæmdastjóri FKA

Konurnar sem eru tilnefndar þurfi ekki að vera félagskonur FKA, hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum. Allir geta sent inn tilnefningu!

Mikilvægt er að fá á blað nöfn ólíkra kvenna af öllu landinu, fjölbreyttan hóp kvenna á lista sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2021.

#hreyfiafl#fka #fkaviðurkenningarhátíð2021

Í Dómnefnd 2021 eru þau:

  • Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona FKA, lögmaður og eigandi LOCAL lögmenn / Formaður dómnefndar.
  • Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjórinn á Akureyri. 
  • Hilmar Garðar Hjaltason, Vinn-vinn / ráðgjöf, ráðning stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga.
  • Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR og situr í stjórn Orku náttúrunnar.
  • Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka.
  • Nökkvi Fjalar Orrason, stofnandi og eigandi SWIPE og podify.
  • Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.

Fréttablaðið HÉR

Dómnefnd 2021.