Hvaða konur vilt þú heiðra á FKA Viðurkenningarhátíðinni?
Opið fyrir tilnefningar!
„Að draga fram konur sem hafa verið öðrum hvatning og fyrirmynd er mjög mikilvægt…”
Fyrirmyndir geti verið hver sem er og komið hvaðan sem er. „Þú sérð að Sara Björk er geggjuð í fullt af hlutum, meðal annars fóbolta og þó svo að ég eigi bara eina silfurmedalíu af Íslandsmeistaramóti í fótbolta, innanhúss og á síðustu öld, þá er hún samt mín fyrirmynd,“ segir Andrea framkvæmdastjóri FKA
Konurnar sem eru tilnefndar þurfi ekki að vera félagskonur FKA, hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum. Allir geta sent inn tilnefningu!
Mikilvægt er að fá á blað nöfn ólíkra kvenna af öllu landinu, fjölbreyttan hóp kvenna á lista sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2021.
#hreyfiafl#fka #fkaviðurkenningarhátíð2021
Í Dómnefnd 2021 eru þau:
- Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona FKA, lögmaður og eigandi LOCAL lögmenn / Formaður dómnefndar.
- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjórinn á Akureyri.
- Hilmar Garðar Hjaltason, Vinn-vinn / ráðgjöf, ráðning stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga.
- Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR og situr í stjórn Orku náttúrunnar.
- Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka.
- Nökkvi Fjalar Orrason, stofnandi og eigandi SWIPE og podify.
- Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.
Fréttablaðið HÉR

