,,Að gæta hagsmuna, efla samstöðu og samstarf kvenna í atvinnulífinu,” Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona og ritari FKA í upphafi starfsárs.

,,Aðaláherslan í starfi FKA hefur ávallt verið að gæta hagsmuna, efla samstöðu og samstarf kvenna í atvinnulífinu enda er í lögum félagsins kveðið á um að það skulu vera markmið félagsins. Á þeim sérkennilegu tímum sem við lifum á núna tel ég brýnna en nokkru sinni að FKA leggi sérstaka áherslu á að efla samstöðu og samstarf á meðal félagskvenna.  Ég tel að konur sem gegna leiðtoga- og stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi geti fundið þá nauðsynlegu samstöðu og samstarf með öðrum félagskonum sem eru mikilvægir þættir þegar gengið skal áfram veginn. Í FKA finnst trú, von og kærleikur.“

Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona og ritari FKA, lögmaður og eigandi hjá LOCAL lögmönnum


Stjórn FKA tók yfir lyklaborðið í örskutstundu til að segja okkur frá sínum áherslum, slá tón og taktinn í upphafi starfsárs. Að öllu saman lögðu, ef við pökkum stemningunni inn í eina setningu þá er það ,,BORÐUM ÞENNAN FÍL!”

Saman borðum við fíl – einn bita í einu!