Aðalfundur 2013: Stjórnarkjör og skýrslur nefnda

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörinn formaður FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Fundurinn var haldinn í Iðnó.

Þórdís Lóa var ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin við mikið lófaklapp. Hún er fjárfestir og framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi. Fráfarandi formaður er Hafdís Jónsdóttir, en hún kvaddi eftir átta ára formannssetu, en henni var þakkað fyrir formennskuna og hún kvödd með gjöfum og lófaklappi. 

Úr stjórn félagsins gekk einnig Svava Johansen, en hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Fjórar konur gáfu kost á sér til stjórnar en þrjú sæti voru laus. Þær sem náðu kjöri voru Bryndís Emilsdóttir (Heimsborgir), Rúna Magnúsdóttir (Connected Women) og Iðunn Jónsdóttir (Norvík). 

Stjórn FKA 2013-2014 skipa:

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Pizza Hut
Bryndís Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Heimsborga ehf.
Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Connected-Women.com og Brandit

Iðunn Jónsdóttir, Norvik
Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway ehf.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins ehf. 
Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical,

Félagskjörnir skoðunarmenn:

Guðrún Þórarinsdóttir, Rúnir bókhaldsþjónusta ehf
Sigrún Gumundsdóttir, BDO ehf.  

Þegar úrslit úr formannskjöri lágu fyrir afhenti fráfarandi formaður, Hafdís, nýjum formanni, Þórdísi, „fjölmiðlakeflið,“ sem er nýtt verkefni félagsins. Fjölmiðlakeflinu er ætlað að virkja konur úr ýmsum greinum atvinnulífsins til að taka meiri þátt í fréttum og þjóðfélagsumræðu, verða sýnilegri í fjölmiðlum, miðla þekkingu, mannauði og sínum skoðunum.

Með verkefninu verður starfandi verkefnanefnd sem hefur hug á að sækja um styrki til rannsóknar og greiningar á konum sem viðmælendum í fjölmiðlum þannig að mælikvarði verði til fyrir verkefnið. 

Hér má nálgast nefndarskýrslur sem lágu frammi á aðalfundinum í gær. Einnig yfirlit yfir nefndarkonur sem kjörnar voru.