Aðstoðar stjórnendur í mörgum fyrirtækjum við viðsnúning og að nálgast hlutina með nýjum hætti.

„Stjórnendur eru fólk, við erum ekkert að tala um aðra tegund hérna,” segir Ragnheiður Aradóttir varaformaður FKA og stofnandi og eigandi PRO Events brosandi í morgunsárið þar sem hún ræddi stjórnendur og leiðtoga í atvinnulífinu í Bítinu á Bylgjunni.

Ragnheiður er stjórnendamarkþjálfi og ráðgjafi sem hefur verið að aðstoða stjórnendur í mörgum fyrirtækjum við viðsnúning og að nálgast hlutina með nýjum hætti er kemur að stjórnun, viðburðum, stefnumótun og öðrum verkefnum á sérstökum tímum og miklu breytingaskeiði.

„Nú er tækifæri til umbreytinga og skapalónið sem við höfum haft til þessa er mögulega ekki það rétta,“ segir Ragga  hjá PRO Events um áskoranirnar sem eru gríðarlegar hvað varðar skipulag og aðferðir við að sinna hinum daglegu störfum.

Viðtalið má nálgast HÉR