Afmælismót – lokað fyrirtækja boðsmót 

Lokað fyrirtækja boðsmót fyrir FKA konur í Leirdalnum hjá GKG föstudaginn 27. júní nk. kl. 18:00. 

Þetta er tækifæri FKA kvenna til að leigja braut á aðalvelli sumarsins og bjóða inn þeim konum .. sem eiga það skilið!

Í tilefni af 15 ára afmæli félagsins höldum við lokað fyrirtækja boðsmót á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Leirdalnum hjá GKG. Þar gefst félagskonum kostur á kaupa braut og taka þannig þátt í mótinu. 

Svona mótafyrirkomulag er skemmtilega nýjung og hvetjum við konur til að taka þátt með eigin fyrirtæki eða öðrum.

Mótið höldum við í samstarfi við kvennanefnd GKG sem um leið fagnar 20 ára afmæli golfklúbbsins. Í ár fer Íslandsmótið fram í Leirdalnum og má gera ráð fyrir að völlurinn verði í sparigallanum og að sjálfsögðu verður þetta stemningsmót sumarsins þar sem boðið verður upp á skemmtilega tengslamyndun kvenna í atvinnulífinu.

Í stuttu máli:

  • Mótið verður lokað fyrirtækjamót og eitt flottasta kvennagolfmót sumarsins.
  • Spilaðar verða 18 holur í Leirdalnum í 4manna Texas scramble.
  • 18 lið keppa og er ræst út á öllum teigum síðdegis á einum lengsta degi ársins.
  • Keppnisgjald er kr. 50.000 fyrir hvert lið.
  • Innifalið í verði er:

    • Golfbraut sem ráðstafa má að vild
    • Teiggjald fyrir fjóra.
    • Kvöldverður með tilheyrandi stemningu og verðlaunaafhendingu að móti loknu. 
    • Vegleg verðlaun í boði
  • Dregið verður um hvaða fyrirtæki fær hvaða braut.
  • Fyrirtækið getur boðið viðskiptavini, starfsmanni, FKA/GKG konu og ýmsum öðrum til að spila fyrir sig (þó minnum við á að þetta er kvennagolfmót. 😉
  • Fyrirtækin mega virkja bæði kynin í allt annað NEMA spilið sjálft og hvetjum við að sjálfsögðu fyrirtækin til að merkja sínar brautir vel og vandlega í samræmi við vörumerki sitt og ímynd!  😉
  • Því meira sem fyrirtækin gera.. því meiri stemning!
  • Skráning á fka@fka.is  – merkt „Sumarafmælismót“ – Takmarkað framboð brauta einsog gefur að skilja.
  • Fyrstar  koma fyrsta fá.

 

Bestu kveðjur

Stjórn FKA með Golfnefnd FKA í broddi fylkingar