Gleðilega hátíð!
Á þessum óvenjulega afmælisdegi FKA senda stjórn og framkvæmdastjóri ykkur innilegar óskir um gleðilega páska. Við erum hreyfiafl til framfara í samfélaginu okkar og viljum tryggja að raddir þeirra sem orðið hafa fyrri mestum áhrifum af Covid fái pláss við ákvarðanatökuborðin þegar kemur að uppbyggingu eftir þessa stórundarlegu tíma.

HÉR má nálgast grein sem birtist á heimasíðu Viðskiptablaðsins á afmælisdegi FKA sem fagnaði 21 árs afmæli sínu fimmtudaginn 9. apríl 2020.
Stjórn FKA 2019-2020 frá vinstri á mynd: Áslaug Gunnlaugsdóttir, lögmaður og eigandi hjá LOCAL lögmönnum / Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst og stofnandi og eigandi Mundo / Ragnheiður Aradóttir varaformaður FKA, stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching / Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands / Lilja Bjarnadóttir gjaldkeri FKA, sáttamiðlari og lögfræðingur hjá Sáttaleiðinni / Sigríður Hrund Pétursdóttir ritari FKA, eigandi Vinnupalla ehf.
Við viljum stuðla að samstöðu og virkni okkar allra í leið okkar áfram og upp!
Til hamingju FKA og við öll með daginn!