Anna Björk Árnadóttir framkvæmdastjóri Eventum er formaður FKA Framtíðar. Hún sækir kraft í félagskonur FKA, leitar mikið í innblástur til annarra félagskvenna og segir ómetanlegt að vera í svona félagsskap.
Anna Björk hjá Eventum í Svipmynd í ViðskiptaMogga.
„Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég tel það einstaklega mikilvægt að eiga góða að, en ég leita einmitt oftast til þeirra sem standa mér næst með hugmyndir og til að fá endurgjöf. Ég er einnig virk félagskona í FKA og leita mikið í innblástur til annarra félagskvenna. Ég tók þátt í mentora-verkefni á vegum FKA Framtíðar 2020 og lærði heilmikið af því. Að hafa svona félagsskap eins og FKA hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þar er boðið upp á fræðslu, fyrirlestra, kynningar og erindi sem eru til þess gerð að veita innblástur og lyfta okkur upp. Fyrir mig persónulega hefur þessi félagsskapur ekki einungis styrkt mig faglega heldur einnig gefið mér tækifæri á að kynnast frábærum konum sem ég get með stolti kallað vinkonur mínar í dag…“


FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAFramtíð #ViðskiptaMoggi @Anna Björk Árnadóttir #Eventum
