Árleg ráðstefna Jafnvægisvogarinnar 12. október nk. í beinni útsendingu á ruv.is. Jafnréttismálin í forgang!

Árleg ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, fer fram fimmtudaginn 12. október klukkan 12.00, og verður streymt í beinni útsendingu á ruv.is.

Jafnvægisvog FKA 2021.

,,Flutt verða erindi frá Birgi Jónssyni, forstjóra Play, Ástu Fjeldsted, forstjóra Festi, dr. Ástu Dís Óladóttur, dósent í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands, og Braga Valdimari Skúlasyni, þáttastjórnanda Orðbragðs. Auk þess munu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Eliza Reid forsetafrú flytja ávörp. Jafnframt mun Eliza veita viðurkenningar til þeirra fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberu aðila sem eru þátttakendur Jafnvægisvogarinnar og hafa náð að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Skráning er hafin á heimasíðu Jafnvægisvogarinnar: jafnvaegisvogin.is og er aðgangur ókeypis,” segir Thelma Kristín Kvaran er verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA og bætir við: ,,Ég hvet alla stjórnendur til að setja jafnréttismálin í forgang og leggja sitt af mörkum í þessu mikilvæga málefni. Skráning fer fram á www.jafnvaegisvogin.is. Jafnrétti er ákvörðun!”

Nánar í Fréttablaðinu HÉR

Þetta er komið! … eða hvað?

Jafnvægisvog FKA // Nánar HÉR

#FKA #Tengslanet #Hreyfiafl #Sýnileiki #Pipar\TBWA #Jafnvægisvog #Sjóvá #Jafnvægisvogin @Steinunn Valdís Óskarsdóttir @Katrín Jakobsdóttir @Thelma Kristín Kvaran #JafnvægisvogFKA @Sigríður Hrund Pétursdóttir @Unnur Elva Arnardóttir @Guðrún Gunnarsdóttir @Þorsteinn Pétur Guðjónsson @Anna B. Sigurðardóttir #RÚV #Deloitte @Birgir Jónsson #Play @Ásta Fjeldsted #Festi @dr. Ásta Dís Óladóttir #HÍ #HáskóliÍslands Bragi Valdimar Skúlason #Orðbragðs @Katrín Jakobsdóttir @Eliza Reid