Árlegt Jólarölt FKA 30. nóvember 2022. Takið daginn frá!

Kæra félagskona!

Viðskiptanefnd vinnur hörðum höndum við skipulagningu Jólaröltsins í ár og mun nánari dagskrá verða auglýst síðar. Takið daginn frá!

HVENÆR : 30. nóvember 2022

KLUKKAN: 17.00

HVAR : Nánar auglýst síðar – Skráning HÉR

Jólaröltið í ár mun vera mjög glæsilegt og er viðburðurinn hugsaður sem tengslamyndun og munu konur rölta á milli fyrirtækja og heimsækja aðrar félagskonur.

Eftir röltið mun kvöldið enda á glæsilegri skemmtun þar sem frekari tími gefst fyrir tengslamyndun.

Hlutverk Viðskiptanefndar er að efla viðskiptatengsl félagskvenna, skipuleggja heimsóknir til fyrirtækja í eigu eða rekstri FKA kvenna sem og ýmsa aðra viðburði eins og árlegt Jólarölt FKA.

Jólaröltið er einn af stóru viðburðum nefndarinnar.

Þá hefur verið gengið á milli nokkurra verslana í eigu FKA kvenna sem eru á sama svæði, fengin kynning á starfsemi þeirra, auk þess sem þetta er kjörinn vettvangur til að kaupa jólagjafir hjá félagskonum. Smakk, afslættir gjarnan í boði og ljúf samvera aðventunnar sem endar síðan á léttri skemmtun og konur snæða saman. Þessi viðburður er yfirleitt fyrsta fimmtudag í desember og hefur verið vinsæll og vel sóttur.

Nánari útlistun á dagskránni mun koma síðar.

Hlökkum til að sjá ykkur og hlökkum til verja kvöldinu í dásamlegum félagsskap FKA kvenna.Umfjöllun: ,,Kon­ur í at­vinn­u­líf­in­u nutu jól­a­and­ans í Hafn­ar­firð­i”Jólarölt 2021 t.d. HÉR.

Kærleiks og jólakveðjur,

Hlökkum til að sjá þig!

Viðskiptanefnd FKA

#FKA#FKAkonur#Hreyfiafl#Sýnileiki#Tengslanet

Erla Símonardóttir

Helga Reynisdóttir

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir

María Hrönn Guðmundsdóttir Busk

Ragnhildur Vigfúsdóttir

Sara Baxter