Árskýrsla FKA Framtíðar

Árskýrsla FKA Framtíðar

FKA Framtíð er fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Deildin leggur mikla áherslu á virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega.

Deildin er fyrir konur sem vilja halda áfram að læra, þróast, þiggja og gefa af sér til annarra kvenna, styður við einstaklingsþróun, skapar grundvöll til að deila reynslu og auka styrk sinn með innblæstri frá öðrum konum. Mikil áhersla er lögð á að félagskonur efli hver aðra með ráðum, innblæstri og byggi upp virkt og öflugt tengslanet.

Hlaðborð Framtíðar starfsárið 2021-2022

Frábært framkomu- og ræðunámskeið með Guðrúnu Sóley Gestsdóttur þar sem var farið yfir öll helstu atriðin í framkomu og ræðumennsku sló hressandi tóninn fyrir öflugt starfsár. Grandarölti Framtíðarkvenna var vel sótt enda glæsileg heimboð og flottar kynningar hjá Listval, Granólabarinn og Kiosk, fyrirtækjaheimsókn hjá Blush til Gerðar Arinbjarnardóttur stóðst allar væntingar og rúmlega það enda Gerður hlotið nokkrar viðurkenningar á starfsárinu í síðum rekstri og leyfði okkur að fræðast um hennar ferðalag í fyrirtækjarekstri. Nú  Happy Hour hjá Framtíð var á starfsárinu á Hilton og þannig má lengi telja.

Gæti verið mynd af 6 manns og people standing
Fyrirtækjaheimsókn hjá Blush til Gerðar Arinbjarnardóttur.

Á aðalfundi FKA Framtíðar þakkaði Anna Björk formaður FKA Framtíðar fyrir frábært starfsár ,,þvílíkt ár, krefjandi en á sama tíma viðburðaríkt. Þrátt fyrir stundum erfitt ástand í þjóðfélaginu höfum við náð að skipuleggja og framkvæma lærdómsríka, áhugaverða og umfram allt skemmtilega viðburði.“

Gæti verið mynd af einn eða fleiri og people standing
Heimsókn til Öldu Sigurðardóttur stjórnenda- og markþjálfa, eiganda Vendum.

Guðrún Sóley Gestsdóttir sló hressandi tóninn fyrir öflugt starfsár.

Hraðstefnumót Framtíðar.

Hraðstefnumót Framtíðarkvenna og fyrsta fyrirtækjaheimsókn vetrarins var gefandi heimsókn til Öldu Sigurðardóttur stjórnenda- og markþjálfa, eiganda Vendum. Fræðsla og fjör fer afar vel saman og því blandað í anda leiðarstefs starfsársins #vertuþú. Framtíðarkonan Grace Achieng var með pop-up fatamarkað frá Gracelandic og að kynningum loknum var hraðstefnumót Framtíðarkvenna þar sem flottar konur efldu tengslin og gafst tækifæri á að kynna sig sjálfar.

Hágæða-te og spilastund í Spilavinum.

Svanhildur Eva Stefánsdóttir önnur stofnenda og eigenda Spilavina tók á móti Framtíðarkonum á starfsárinu með notalegt spilakvöld, kynningu á versluninni og hágæða-teinu frá Østerlandsk 1889 Copenhagen sem þær flytja inn gegnum kaffihúsið sem var opnað inni í Spilavinum á síðasta ári.

,,Fireside chat” í Húsi Atvinnulífsins.

Áhrifaríkur viðburður Framtíðar var í Húsi Atvinnulífsins þegar fjórar flottar fyrirmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að hafa náð eftirtektarverðum árangri á sinni vegferð fóru á flug með Framtíðarkonum. Það sem við vitum oft ekki er hvernig viðkomandi komst á þann stað sem hún er á í dag en allar líkur eru á að viðkomandi hafi staðið í svipuðum sporum og gengið í gegnum sambærilegar áskoranir og við á sinni vegferð. Það er fátt sem veitir eins mikinn innblástur og að heyra frá vegferð kvenna og þeirra sögu.

Mentor verkefni slær ávallt í gegn og Jafningjamentor verkefni fester sig í sessi.

FKA er frábær vettvangur fyrir eitt risastórt mentorsamband með öllum þeim gríðarlega flottu og reynslumiklu konum sem eru innan FKA. Boðið var uppá  góð ráð fyrir mentor-sambönd á kynningarfundi fyrir árlegt Mentor verkefni. Síðustu fjögur ár hefur FKA Framtíð verið með Mentor verkefni fyrir Framtíðarkonur þar sem þær hafa fengið mentor úr hópi reynslumikilla kvenna úr FKA. Í fyrra var talið í verkefnið Jafningjamentor sem sló rækilega í gegn og hefur fest sig í sessi. Það sem mentor-samband felur í sér er ráðgjöf og hlustun, í báðar áttir, þegar konur geta deilt upplýsingum og reynslu í trúnaði, fengið stuðning og rýni til gagns í öruggu umhverfi. Það sem skapar mest virði í mentor-sambandi er þegar við lyftum hvor annarri upp og tengjum hvor aðra, þrátt fyrir að beiðni um slíkt hafi ekki borist. Það er dýrmætt þegar konur tala hvor aðra upp og mentor-samband þróast yfirleitt í að báðir aðilar mentor-a hvorn annan, því styrkleikar okkar og tengslanet getur alltaf hjálpað annarri konu að þróast og styrkjast enn frekar. Ekki gleyma að skrá ykkur í Mentor og í Jafningjamentor verkefnið næst.

Gæti verið mynd af einn eða fleiri, borð og innanhúss

Lauder Institute og kraftmiklar FKA Framtíðar-konur.

Lauder Institute er hluti af Wharton háskólanum í Pennsylvaniu sem er einn af bestu háskólum Bandaríkjanna og hópur MBA nema þeirra voru hér í námsheimsókn á Íslandi. Fimm FKA Framtíðarkonur tóku þátt í pallborðsumræðunum sem var hluti af umfangsmikilli heimsóknardagskrá hópsins til leiðandi fyrirtækja og stofnanna á Íslandi. Þær Gréta María Grétarsdóttir, Ásdís Auðunsdóttir, Ósk Heiða Sveinsdóttir, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og Thelma Kristín Kvaran tóku þátt í pallborðsumræðunum og Sigríður Hrund formaður FKA lokaði dagskrá.

FKA Framtíðarkonur tóku þátt í pallborðsumræðunum Lauder Institute.

Stjórn Framtíðar 2021-2022.

Efri röð frá vinstri:
Thelma Kristín Kvaran
Unnur María Birgisdóttir
Anna Björk Árnadóttir
Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen

Neðri röð frá vinstri:
Ásdís Auðunsdóttir
Katrín Petersen
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #FKAFramtíð @Thelma Kristín Kvaran @Unnur María Birgisdóttir @Anna Björk Árnadóttir @Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen @Ásdís Auðunsdóttir @Katrín Petersen @Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir @Gréta María Grétarsdóttir @Ósk Heiða Sveinsdóttir @Sigríður Hrund Pétursdóttir @Guðrún Sóley Gestsdóttir #Listval #Granólabarinn #Kiosk #Blush @Gerður Arinbjarnardóttir #Hilton #Spilavinir @Svanhildur Eva Stefánsdóttir @Alda Sigurðardóttir #vertuþú @Grace Achieng #Gracelandic #Vendum