Ársskýrsla FKA Vesturlandi.

FKA Vesturland er vettvangur fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi til að efla tengslanet sitt og styrkja hverjar aðra. Markmið nefndarinnar er að stuðla að samheldni og samvinnu kvenna og vera hreyfiafl fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi. Starf nefndarinnar hófst 18. apríl 2018 og var stofnfundur haldinn í Stykkishólmi en frumkvæði að stofnun nefndarinnar kom frá konum á Snæfellsnesi.

Heilsuefling fyrir sál og líkama í október 2021.
Stjórn FKA Vesturlandi fékk til sín félagskonurnar Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, Birnu Bragadóttur og hóp kvenna sem fékk kynningu á úti æfingartækjum sem Sigurbjörg flytur inn og finna má víða um landið eins og í Hreystigarðinum á Langasandi. Fór hópurinn einnig í sjósund undir leiðsögn Birnu sem hefur tileinkað sér lífstílinn og konurnar áttu svo notalega stund í Guðlaugu. Dagskrárlok var svo í Matarbúri Kaju þar sem boðið var uppá dýrindis súpu, þar sem Karen Jónsdóttir reiddi fram lífræna súpu, kaffi og konfektmola af sinni alkunnu snilld.

FKA Vesturland þakkar fyrir sig og hlakkar til fleiri samverustunda á komandi starfsári.
Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fordæmalausar aðstæður sem hefur einkennt lífið a tímum heimsfaraldurs náðist að halda virkni hjá konum í FKA Vesturlandi með þátttöku á viðburðum félagsins eins og Sýnileikadegi, nýliðamóttöku og viðburði á netinu. Nýliðamóttaka FKA er nýliðafræðsla, stuðningur og tengslanet fyrir síliða og nýliða sem konur eru hvattar til að sækja og stimpla sig inn með sínum einstaka hætti.
Frábær vín-, tísku- og listaviðburður var haldinn í Borgarnesi
Frábær vín-, tísku- og listaviðburður var haldinn í Borgarnesi þann 5. mars að frumkvæði Grace Achieng hjá Gracelandic og Michelle Bird sem er með The Art of Michelle Bird. Grace er fædd og uppalinn í borginni Kisumu sem er þriðja stærsta borg Kenýa og þegar hún flutti til Íslands hafði hún áhuga á að starfa við tísku en fékk hvergi slíka vinnu. Þegar Grace fékk ekki vinnu við áhugamálið hér á landi ákvað hún að gefast ekki upp, keypti sér saumavél og fór á YouTube (Do It Your Self) síður og úr varð Gracelandic. „Allt sem ég geri tengist sköpun,“ segir Michelle sem er með ástríðu fyrir að skapa rými sem kveikja sköpunarneista sem stuðlar að því að tengja okkur við hugmyndaflæði heilans. Michelle heldur námskeið í listmálun fyrir fyrirtæki, skóla, fjölskyldur og félög, á einstöku vinnustofu sinni í Borgarnesi með útsýni yfir Faxaflóa. Takmarkað sætaframboð var á viðburðinn þar sem félagskonum gafst tækifæri til að bjóða vinkonu með og kom hópurinn þaðan orkumikill og innblásinn af skapandi reynslu.

Tvær konur í FKA Vesturlandi í stjórn Atvinnurekendadeildar FKA.
Blaðamaður Skessuhorns, héraðsfréttablaðs Vesturlands tók tali af tveimur stjórnarkonum A-FKA á starfsárinu en þar eiga tvær konur í atvinnurekstri á Vesturlandi, þær Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, og Ingibjörg Valdimarsdóttir, eigandi Ritara sæti auk þess sem Margrét Rósa Einarsdóttir á Hótel Glym og Englendingavík situr í varastjórn deildarinnar Atvinnurekendadeildar FKA, AFKA. FKA vinnur með og fyrir konur af landinu öllu enda er fjölbreytileikinn mikill í félaginu og unnið er að því að fá ólíkar raddir við borðið til að skapa hressandi framtíð fyrir okkur öll.

Stjórn 2021-2022
Formaður: Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, Akranesi.
Ritari: Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði.
Samskiptatengill: Anna Melsteð, Stykkishólmi.
Gjaldkeri: Dagný Halldórsdóttir, Akranesi.
Meðstjórnandi: Ingibjörg Valdimarsdóttir, Akranes

##hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #FKAVesturlandi @Dýrfinna Torfadóttir @Margrét Rósa Einarsdóttir @Sandra Margrét Sigurjónsdóttir @Björg Ágústsdóttir @Anna Melsteð @Dagný Halldórsdóttir @Ingibjörg Valdimarsdóttir @Grace Achieng @Michelle Bird @Sigurbjörg Gunnarsdóttir @Birna Bragadóttir @Karen Jónsdóttir
