Ársskýrsla Golfnefndar FKA.

Ársskýrsla Golfnefnd FKA 2021-2022.

Tengslamyndum í FKA fer fram á margvíslegan hátt og eru hinar árlegu golfferðir FKA mjög góð leið til að efla tengslanetið og hafa ófá vináttu- og viðskiptasambönd myndast í ferðunum.

Golfnefnd FKA var með skýrt markmið þetta árið. Að efla félagskonur í golfinu og leggja sérstaka áherslu á að fá fleiri byrjendur með í hópinn. Nefndarkonur höfðu ítrekað orðið varar við flottar konur sem langaði að byrja í golfi en skorti grunn, þekkingu og tengslanet.

Golfnefnd FKA 2021-2022

Golfferð til Ítalíu

Hefð er fyrir því að annað hvert ár sé farið erlendis með hóp FKA golfkvenna eða golfdrottninga eins og við viljum kalla þær. Stefnan var fljótt tekin á Ítalíu þar sem Ragnheiður Eiríksdóttir og hennar kollegar í Heillandi heim settu saman einstakan pakka fyrir félagskonur. Til að gæta alls sanngirnis var öðrum félagskonum gefið tækifæri á að gera tilboð í sambærilega ferð, niðurstaðan – ferð til Ítalíu með Heillandi heim.

Gæti verið mynd af 13 manns, people standing og útivist

Golfkennsla

Strax var farið í að kanna hvort hægt væri að hafa sérstakan golfskóla fyrir byrjendur í golfi. Leitað var til félagskvenna varðandi tilboð í golfkennslu. Þegar fátt var um svör úr þeirri auglýsingu hafði golfnefndin samband við Karen Sævarsdóttur (sem hefur áður verið okkur innan handar við góðan orðstír) varðandi tilboð í golfkennslu og möguleika á að setja upp golfskóla í ferðinni okkar. Það er skemmst frá því að segja að hvort tveggja féll í góðan jarðveg, Karen var með bæði einstaklings og hópakennslu fyrir félagskonur, auk þess sem hún setti upp golfskóla í Ítalíuferðinni.

Gæti verið mynd af 2 manns, náttúra, golfvöllur og gras

Gæti verið mynd af 3 manns, people playing sports, golfvöllur og gras

Golfhermar

Leitað var eftir tilboðum í golfherma og var það Golfsvítan í Ögurhvarfi sem að kom best út þar. Félagskonur áttu fastan hermatíma einu sinni í viku. Tilgangurinn var að konur hefðu tækifæri á að bóka sig og hittast án þess þó að þurfa að mæta með vinkonu eða fylla heilt holl. Frábært tækifæri til tengslamyndunar og að hitta aðrar FKA golfkonur.

May be an image of 1 person and indoor
Erna Arnardóttir framkvæmdastjóri / Golfsvítan.

Golftengslanet

Settur var upp FKA golfdrottningahópur á Facebook. Hópur sem er opin öllum FKA konum áhugasömum um golf. Byrjendum, lengra komnum og einnig þeim sem hefur alltaf langað að byrja en eru ekki komnar af stað. Við töldum mikilvægt að byrja að byggja upp vettvang þar sem konur geta tengst. Þá var einnig settur upp sér hópur fyrir þær konur sem voru að fara í golfferðina með það að markmiði að hrista þær saman og veita upplýsingar um ferðina. Óhætt er að segja að ferðin til Ítalíu hafi tekist með eindæmum vel. Gríðarleg ánægja var meðal þeirra kvenna sem fóru í ferðina og ekki síst meðal byrjenda sem margar hverjar stukku heldur betur út í djúpu laugina og höfðu nánast ekki snert kylfu fyrir ferð. Það sýnir okkur að það er aldrei of seint að byrja og hvar er betra að láta vaða en í öruggum félagsskap FKA umvafinn konum tilbúnum að hjálpa og kenna. Golfferðin var stórglæsileg að vanda enda FKA golfferðir þekktar fyrir lúxus og dekur.

Facebook síða golfdrottninga HÉR

Við hvetjum allar áhugasamar að skrá sig á síðuna, þar má sjá ýmis tilboð sem og þá viðburði sem að golfnefndin stendur fyrir.

Það er til að mynda nú þegar á döfinni golfdagur (áætlaður í ágúst) þar sem stefnt er á að hittast, spila, gleðjast og efla tengslanetið.

Golfnefnd FKA 2021-2022 þakkar fyrir sig, með von um að áfram haldi áfram að fjölga í hóp FKA golfdrottninga og að við notum sumarið til að byggja áfram upp það frábæra tengslanet sem þegar er byrjað að blómstra innan golfdrottninga.

Golfnefnd 2021-22

Helga Björg Steinþórsdóttir – Formaður

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

Bryndís Emilsdóttir

Erla Ósk Pétursdóttir

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir

Ólöf Guðmundsdóttir

Ragnheiður Friðriksdóttir

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #GolfnefndFKA @Helga Björg Steinþórsdóttir @Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir @Bryndís Emilsdóttir @Erla Ósk Pétursdóttir @Heiður Björk Friðbjörnsdóttir @Ólöf Guðmundsdóttir @Ragnheiður Friðriksdóttir #Heillandiheimur @Karen Sævarsdóttir #Golfsvítan #FKAgolfdrottningar @Erna Arnardóttir