Stofnfundur nýrrar atvinnurekendadeildar var haldinn í gær.
Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir konur sem starfa fyrir eigin reikning.
Markmiðum sínum hyggst Atvinnurekendadeildin ná með reglulegum félags- og fræðslufundum og öðrum viðburðum sem deildin stendur að ein eða í samstarfi við aðra.
Við sendum ykkur samþykktir deildarinnar á næstunni þar sem ítarlegri útlistun kemur fram.
Eftirfarandi stofnfélagar eru kjörnir í fyrstu stjórn deildarinnar:
1. Jónína Bjartmars til 2 ára
2. G. Harpa Hauksdóttir til 2 ára
3. Inga Sólness til 2 ára
4. Lilja Bjarnadóttir til 1 árs
5. Þórdís Helgadóttir til 1 árs
Sem varamenn í stjórn voru kjörnar þær Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Hulda Helgadóttir.