Atvinnurekendadeild – Fyrsti félagsfundur, þri 21. jan. n.k. kl. 08:30-10:00 í Iðnó

Fyrsti félagsfundur/hittingur Atvinnurekendadeildar verður haldinn þriðjudaginn 21. janúar kl. 08:30 – 10:00 í Iðnó. (Morgunverður borinn fram frá kl. 8:15)

Á fundinum munu þrjár félagskonur þær Marentza Poulsen hjá Flóru, Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir Ásútgáfunni og Brynja Guðmundsdóttir Gagnavörslunni deila reynslu sinni með okkur og einnig verður farið yfir viðburði og verkefni framundan. 

Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á að skrá sig í deildina svo endilega taktu vinkonu með. 

Vinsamlega svaraðu á þetta  póstfang (hulda@hhr.is) og staðfestu þátttöku fyrir kl 16:00 n.k. mánudag þann 20. janúar. 

Morgunverður: Kr. 1.900

Skógarberja þeytingur með myntu

Engifer beyglur með basil,graslauk og tómötum

Ferskir ávextir

Kaffi ,te

Hlökkum til að sjá þig, 

F.h. stjórnar Atvinnurekendadeildar 
Hulda Helgadóttir, ritari