Auðlindavernd á MAN-auði hjá FKA.

Gjörningur og táknræn keðja var mynduð á Opnunarviðburði FKA.

Auðlindavernd á MAN auði hjá FKA.

Gjörningur og táknræn keðja var mynduð á Opnunarviðburði FKA í vikunni þegar FKA félagskonur gengu Búrfellsgjánna saman og boðuðu sýnileika, hreyfiafl og tengslanet í takt við nýja tíma.

Um er að ræða friðlýst svæði sem kallaði á enn nákvæmari og lærdómsríkari undirbúning í samvinnu við Umhverfisstofnun, Garðabæ og landvörð, sem sagt ekki bara Covid atriðin sem þurfti að huga að.

„Loftað var út og ferskum hugmyndum hleypt inn á meðan félagskonur viðruðu útivistarfatnaðinn. Það viðrar jú alltaf vel fyrir jafnréttið og á Opnunarviðburðinum beindi FKA kastljósinu meðal annars að New Icelanders FKA, nefnd innan félagsins sem hefur verið sett á laggirnar til að auka fjölbreytileika. Eliza Reid, félagskona FKA og forsetafrú, tók þátt í göngunni en Eliza Reid lætur sig umræðuna um mikilvægi fjölbreytileikans varða.“

 „Það sagði enginn að þetta ætti að vera auðvelt en ég get lofað lærdómsríku starfsári. Breytingar eru það eina sem er öruggt í þessu lífi! Komdu fagnandi nýtt starfsár FKA,“ segir Andrea og hvetur konur til að kynna sér málið á heimasíðu félagsins fka.is.

„Það eru 1200 konur í FKA um land allt, hver og ein ákveður hvað hún vill gefa félaginu og hvað hún vill fá frá félaginu. Allar FKA. Allar að fjárfesta í sér! Komið með!“

Umhverfisstofnun, Garðabæ og landverði þökkuð samvinnan og félagskonum FKA nærandi samvera.

Ljósmyndir á viðburði teknar af:
Olga Björt Þórðardóttir og Silla Páls tóku myndir í og eftir gönguna.
Þórður Magnússon ONNO ehf. tók myndir úr dróna.