Aukin jákvæðni meðal stjórnarmanna til laga um kynjakvóta

Haustið 2013 lögðu KPMG og Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands í þriðja sinn fyrir könnun
meðal íslenskra stjórnarmanna hjá stærri fyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Meginmarkmiðið er að 
kanna starfshætti og starfsumhverfi stjórna, samskipti, reynslu og menntun stjórnarmanna og 
viðhorf til samsetningar stjórna. Ennfremur (er markmiðið) að kortleggja viðhorf til laga um 40% 
lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum sem tók gildi 1. september 2013.


Heildarniðurstöður könnunarinnar verða birtar í skýrslu á næstunni en vegna umræðu undanfarið 
um löggjöfina um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum eru hér birtar nokkrar niðurstöður 
sem varða löggjöfina, m.a. afstöðu stjórnarmanna til hennar og hvaða áhrif þeir telja að 
löggjöfin hafi á stjórnarstörf, rekstrarafkomu, ímynd félagsins, kynjahlutfall æðstu stjórnenda og 
fyrirtækjamenningu. 
Jafnframt birtum við niðurstöður um hvort stjórnarmenn telji að einhver 
stjórnarmaður hafi verið valinn í stjórn þess félags/lífeyrissjóðs sem var í úrtaki könnunarinnar fyrst 
og fremst á grundvelli kyns fremur en hæfni.

Nánari upplýsingar veita:
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á ráðgjafasviði KPMG ehf.
S: 545-6149, GSM: 869-6925
Netfang: bgudmundsdottir@kpmg.is

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
S: 525-4237, GSM: 6952532
Netfang: glr@hi.is 

Hér má finna niðurstöður Könnunar meðal íslenskra stjórnarmanna 2012:
http://www.kpmg.com/IS/is/utgefidefni/greinar-og-utgefid/skyrslur/Pages/skyrsla-konnun-
2012.aspx