Ávöxtun betri með konur í stjórn 

Hér er frétt Viðskiptablaðsins um málið – tengil á upphaflegu fréttina má nálgast fyrir neðan frétt:

Fjárfestingarstjóri Nordea Investment Management hefur skoðað ávöxtun hlutabréfa fyrirtækja sem hafa konur í stjórn.

Ávöxtun hlutabréf er betri eftir því sem fleiri konur er í stjórn ef marka má nýja norska rannsókn Robert Næss,fjárfestingarstjóra hjá Nordea Investment Management. 

Fjallað er um málið á vef Dagens Næringsliv í Noregi en tíu ár eru síðan kynjakvótar í stjórn fyrirtækja voru færðir í lög þar í landi. Í rannsókn Robert Næss kemur fram að ávöxtun hlutabréf fyrirtækja er meiri eftir því sem konur eru fleiri í stjórn. Í rannsókninni voru yfir 1600 alþjóðleg fyrirtæki skoðuð sem eru með í vísitölu Morgan Stanley (MSCI). 

Þar kemur fram að ávöxtun hlutabréf fyrirtækja er að jafnaði meira eftir því sem fleiri konur eru í stjórn. Einnig eru hlutabréf fyrirtækja með fleiri konum minna áhættusöm en ella.

  • Ávöxtun hlutabréfa miðað við hlutfall kvenna í stjórn
  • Engar konur: 10,4%
  • Allt 10% stjórnar eru konur: 10,7%
  • 10-20% stjórnar eru konur: 11,4%
  • 20-30% stjórnar eru konur: 11,5%
  • Yfir 30% stjórnar eru konur: 12,5%

Þessu til viðbótar kannaði Robert Næss hvernig hlutabréf fyrirtækja á markaði í Noregi hafa þróast þar sem konur eru æðstu yfirmenn. Bréf fyrirtækja þar sem konur eru forstjórar hafa hækkað talsvert umfram það sem markaðurinn almennt hefur gert.

Fjölbreytni í stjórnum fyrirtækja er arðbærari
http://www.vb.is/frettir/97946/
http://visir.is/fleiri-konur-thydir-haerri-avoxtun/article/2013131109657