Uncategorized

FKA viðurkenningin 2013

  Hin árlega FKA hátíð fer fram miðvikudaginn 30. janúar og hefst athöfn kl. 16:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Veitt verða eftirfarandi verðlaun:  FKA viðurkenningin 2013 Hvatningarviðurkenning FKA Þakkarviðurkenning FKA Gæfusporið Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra flytur ávarp og afhendir verðlaunin auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar og ljúfa tóna. Húsið opnar klukkan …

FKA viðurkenningin 2013 Read More »

Íslenskar stjórnarkonur í atvinnulífinu hluti af alþjóðlegum gagnabanka

Ef fram fer sem horfir mun árið 2013 marka tímamót í sögunni – því á því ári mun konum fjölga til muna í stjórnum íslenskra fyrirtækja. Eftirspurnin eftir hæfum konum hefur líka stóraukist erlendis því í flestum vestrænum ríkjum er nú unnið að því hörðum höndum að jafna hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja. Til að …

Íslenskar stjórnarkonur í atvinnulífinu hluti af alþjóðlegum gagnabanka Read More »

Gleðilegt nýtt ár!

Stjórn FKA sendir ykkur hugheilar nýárskveðjur með kærri þökk fyrir góðar og uppbyggilegar samverustundir á árinu sem er að líða. Megi árið 2013 færa okkur enn fleiri uppbyggilegar og góðar stundir. 

Konum hefur fjölgað töluvert í stjórnum fyrirtækja

Niðurstöður könnunar KPMG meðal stjórnarmanna 2012  Konum í stjórnum fyrirtækja hefur fjölgað töluvert milli ára ef marka má könnun KPMG meðal stjórnarmanna í íslenskum félögum og sjóðum.  KPMG hefur á undanförnum árum unnið með félögum og stjórnum þeirra að bættum stjórnarháttum með margvíslegum hætti, t.d. með útgáfu útgáfu „Handbókar stjórnarmanna“ sem fengið hefur góðar undirtektir. …

Konum hefur fjölgað töluvert í stjórnum fyrirtækja Read More »

Frá viðskiptaáætlun til framkvæmdar

Íslandsbanki og FKA í samstarfi viðOpna háskólann í HR standa fyrir námskeiði í gerð viðskiptaáætlana og í framhaldi af því samkeppni um bestu viðskiptaáætlunina, fyrir konur. 2.000.000 í boði fyrir bestu viðskiptaáætlunina Námskeið í gerð viðskiptaáætlana hefst 29. janúar og stendur til 26. febrúar. Námskeiðið er alls 27 klst. Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. …

Frá viðskiptaáætlun til framkvæmdar Read More »

Jákvæðar horfur eða blikur á lofti?

  Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank, kynnti nýja greiningu á Íslandi. Að því loknu var umræða um horfur Íslands og þá kerfislegu áhættuþætti sem helst gætu komið í veg fyrir jákvæða þróun hérlendis, ekki síst vandamál sem skapast geta á næstu árum tengd gjaldeyrishöftum og greiðslujöfnuði við útlönd. Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans …

Jákvæðar horfur eða blikur á lofti? Read More »

Fyrirtækja- og gjafalisti frá Jólamarkaði FKA

Hér má nálgast þau fyrirtæki sem kynntu vörur sínar á jólamarkaði FKA í nóvember. Leynist jólagjafahugmyndin hér?  Jólamarkaður FKA var haldinn á Icelandair Reykjavík Hotel Natura 15. nóvember. Rúmlega 30 fyrirtæki kynntu þar vörur sínar og þjónustu. Það var Viðskiptanefnd FKA sem átti veg og vanda að jólamarkaðnum og er eitt af markmiðum nefndarinnar að …

Fyrirtækja- og gjafalisti frá Jólamarkaði FKA Read More »

Janne fremsti kvenstjórnandi ársins

Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York fyrr í mánuðinum. Í tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli segir að Janne hafi hlotið verðlaunin fyrir þátttöku í uppbyggingu, eflingu og rekstri álvers Alcoa við Reyðarfjörð á þeim sex …

Janne fremsti kvenstjórnandi ársins Read More »

Skemmtigarðurinn í Smáralind sá besti

Fram kemur í tilkynningu að verðlaunaafhendingin hafi farið fram í Orlando í Flórída í gær og tóku Eyþór Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sigurður Örn Eiríksson, sem reka Skemmtigarðinn, á móti verðlaununum. IAAPA eru alþjóðleg heimssamtök Skemmtigarða með yfir 4300 meðlimum í 97 löndum. Meðlimir IAAPA reka bæði litla og stóra, innan og utanhúss Skemmtigarða á …

Skemmtigarðurinn í Smáralind sá besti Read More »