Dísa Óskars í Skjaldarvík – Ný þáttaröð þar sem Óli Jóns tekur púlsinn á FKA konum.

Annar þáttur af spjalli í nýrri þáttaröð á jons.is við félagskonur FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu Dísu Óskars í Skjaldarvík.

„Ég heimsótti Dísu í Skjaldarvík rétt við Akureyri þar sem hún rekur gistiheimili og hestaleigu. Dísa sem er grafískur hönnuður hefur skreytt gistiheimilið með sínum verkum á mjög skemmtilegan hátt. Þegar ég kom í heimsókn var frekar rólegt yfir staðnum enda Covid búið að hafa mikil áhrifa á íslenska ferðaþjónustu líkt og annarsstaðar í heiminum. En það var engan bilbug að finna á Dísu enda með mörg járn í eldinum…“

Þáttinn má nálgast HÉR.