Dómnefnd FKA Viðurkenninga

Dómnefnd FKA Viðurkenninga 2019 hefur nú lokið störfum en félagið þakkar þessum fjölbreytta hópi fulltrúa atvinnulífins fyrir afar vönduð og vel unnin störf.

Dómnefnd 2019 skipa:

 1. Hafdís Jónsdóttir, fyrrum formaður FKA og forstjóri Laugar Spa
 2. Anna Þóra Ísfold, stjórnarkona
  FKA og sölustjóri Heilsuborgar
 3. Salóme Guðmundsdóttir,
  framkvæmdastjóri Icelandic Startups
 4. Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas
 5. Sigurður Brynjar Pálsson, Forstjóri BYKO
 6. Ari Kristinn Jónsson, Rektor HR
 7. Sæmundur Sæmundsson, Forstjóri
  Borgun

Þær viðurkenningar sem
veittar verða eru eftirfarandi:

FKA
viðurkenningin

Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða
þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

FKA
þakkarviðurkenningin
Þakkarviðurkenningin
er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf  sem stjórnanda í
atvinnulífinu.

FKA
hvatningarviðurkenningin

Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert
frumkvæði. 

Yfir 100 tilnefningar bárust frá félagskonum og atvinnulífinu í heild en haft hefur verið samband við Viðurkenningarhafa en við hlökkum til að tilkynna og kynna þá til leiks á FKA hátíðinni 2019 þann 31. janúar nk.