FKA Suðurlandsviðburður sem haldinn var í Hespuhúsinu fimmtudaginn 9. desember vakti lukku.
Dóra Jóhannsdóttir spunaleikkona, félagskona FKA, eigandi og skólastjóri Improv skólans fjallaði um hvernig hægt er að nýta spunavinnu í leik og starfi.
Gudrun Bjarnadottir í Hespuhúsið – Icelandic Plants and Wool Studio kynnir sig og sína starfsemi, Guðbjörg prestur var með létta hugvekju og boðið var uppá glæsilega jólasmáréttir og léttar veitingar.
FKA Suðurland er stór og öflug landsbyggðardeild FKA sem ávallt er gaman að fylgjast með því þær eru með Exfactor sem laðar að hvetur til góðra verka.
Skapandi hugsun, samstaða, gleði og kjarkur er það sem fylgir deildinni og konur af Suðurlandi kynntu sín fyrirtæki og seldu vörur á viðburðinum.
Í Hespuhúsinu var sannkölluð markaðsstemning: Sumarhúsið og garðurinn var með trévörur, töfratré, bækur og jólablaðið. Spunalín með hörvörur og blývaxkerti. Hrund Guðmundsdóttir hönnuður með sínar fallegu myndir og Covidskepnurnar. Jessí í Rauða húsinu með sitt dásamlega konfekt, Tinna með sinn einstaka ís og Guðrún Bjarna með allt sitt garn, púsl og spil.
Jólainnkaupin gerast ekki meira kósí og gleðin er besta víman eins og meðfylgjandi myndasyrpa sýnir frá dásamlegu kvöldi í aðdraganda jóla.
Nánar um FKA Suðurland HÉR





















#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKASuðurland @Dóra Jóhannsdóttir #Improvskólinn @Gudrun Bjarnadottir #Hespuhúsið #Icelandic Plants and Wool Studio @Auður Ingibjörg Ottesen @Laufey Guðmundsdóttir @Íris Tinna Margrétardóttir @Herdís Friðriksdóttir @Hrönn Vilhelmsdóttir @Íris Tinna Margrétardóttir @Jessi Kingan @Svanhildur Jonsdottir #Sumarhúsið og garðurinn #Spunalín @Hrund Guðmundsdóttir #Covidskepnurnar #Rauða húsinu @Jessi Kingan #AlgjörtNammi #Rauða Húsið #Söruís #ÍsbúðinOkkar
