Drögum kven­fyrir­myndir þessa lands fram í dags­ljósið.

„Ég ætla að verða forseti þegar ég verð stór,” sagði ég 8 ára gömul án þess að blikna. Mér fannst það eðlilegasti hlutur í heimi enda hafði frú Vigdís Finnbogadóttir verið forseti Íslands frá því áður en ég fæddist.

Góðar og sterkar kvenfyrirmyndir á öllum sviðum lífsins skipta miklu máli, ekki aðeins fyrir konur heldur samfélagið í heild. Við erum heppin hér á litla Íslandi að búa yfir fjölmörgum öflugum kvenfyrirmyndum, enda óvíða jafn há atvinnuþátttaka kvenna og konum gert jafn auðvelt um vik að stunda nám og vinnu óháð barneignum…” segir Ragnhildur Ágústsdóttir FKA kona, frumkvöðull, stjórnarmaður, stjórnandi – Icelandic Lava Show / Microsoft.

Ragnhildur Ágústsdóttir FKA kona HÉR

Ragnhildur Ágústsdóttir á Vísi HÉR

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAViðurkenningarhátíðin2022 #FKAkonur @Ragnhildur Ágústsdóttir