Elísabet Tanía Smáradóttir í framboð til stjórnar í FKA.

Kæra félagskona!

Það er mikið gleðiefni að kynna þær fjórar konur hafa þegar tilkynnt framboð sitt til stjórnar FKA. Konur geta boðið sig fram til stjórnarkjörs fram að og á aðalfundinum 2. maí nk.

Dóra Eyland

Elfur Logadóttir (framboð til stjórnar í eitt ár).

Elísabet Tanía Smáradóttir

Guðrún Gunnarsdóttir

Íris Ósk Ólafsdóttir

Sigrún Jenný Barðadóttir

Unnur Elva Arnardóttir

Við hófum kynningu á stjórnarframboðum FKA 2022 þann 19. apríl, fjórða í stafrófinu þá var önnur í stafrófinu Elísabet Tanía Smáradóttir sem hafið tilkynnt framboð til stjórnar FKA 2022. Nú hafa þrjár til viðbótar bæst við í hóp frambjóðenda til stjórnar sem er afar ánægjulegt. Alls sjö konur kynntar í dag þann 27. apríl 2022.

Elísabet Tanía Smáradóttir HÉR

Aðalfundur FKA er haldinn með breyttu sniði í ár til að gefa kosningu til stjórnar gott svigrúm. 

Fundur verður settur í rafheimum þann 2. maí nk. þar sem lagabreytingar verða bornar undir félagskonur og kynning á framboðum til stjórnar fer fram. Opnað verður fyrir rafræna kosningu í lok fundar 2. maí og lýkur 17.30 þann 4. maí. 

Aðalfundur FKA 2. maí nk. er rafrænn og 4. maí verðum við í Félagsheimili OR í Elliðaárdal og á netinu. Að loknum aðalfundarstörfum seinni daginn verður boðið í hanastél og vorstemmningu með DJ Sóley í Elliðaárstöð.

Allar ábendingar vel þegnar með vinnulag í aðdraganda aðalfundar ef eitthvað má fara betur nú eða næst því markmiðið er jafnræði og jafnt aðgengi fyrir allar félagskonur til að kynna sig og sínar áherslur.  

Stjórn blandar sér ekki í kosningabaráttu venju samkvæmt, hvetur allar félagskonur til að standa upp og stíga fram og taka virkan þátt í félagsstarfinu ásamt því að óska okkur öllum alls hins besta í leik og starfi!   



Það er einlægur vilji stjórnar að þetta verði góður og gæfuríkur aðalfundur. 

Bestu kveðjur!


Stjórn FKA

#FKA #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAkonur @Elísabet Tanía Smáradóttir