Eliza Reid forsetafrú Íslands og félagskona FKA áfram á Bessastöðum.

„Ekki fylgihlutur eiginmanns míns.“

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA sendir hugheilar og innilegar hamingjuóskir til Elízu Reid og Guðna Th. Jóhannessonar með sigur í forsetakosningunum.

Það verður spennandi að fylgjast með Elizu, forsetafrú Íslands og félagskonu FKA, þar sem fjölskyldan mun búa á Bessastöðu áfram.

Eliza Reid sagði í færslu sem hún birti á Facebook síðasta haust að hún reyni meðvitað að vera ekki álitin fylgihlutur eiginmanns síns. Færslan vakti athygli og þar benti Eliza á að mögulega væri tímabært að endurskoða viðhorf til maka þjóðarleiðtoga og þeirra hlutverki á ferðalögum.

Sem fyrr er forsetinn með fjölmarga hatta í annasömu hlutverki í þjónustu við þjóðina. Eliza Reid er ávallt stolt af því að vera við hlið Guðna forseta á ferðum þeirra og hefur sagt að hún reyni að bóka sig á viðburði þar sem hún talar sjálf eða tekur þátt í á eigin vegum þegar hún ferðast með Guðna á viðburði erlendis.

Það er engin hjáleið þegar forseti er endurkjörinn með yfir 90% greiddra atkvæða og vísbendingar um að almenn sátt ríki um starf forsetans til þessa. Embætti forseta þróast líkt og samfélagið allt og það verður spennandi að sjá hvernig við tökumst á við stærstu áskoranir samtímans sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð – gangi þér vel kæra Eliza á þinni vegferð.

Gangi okkur öllum vel!