,,Þess vegna er gott að hafa félög eins og Félag kvenna í atvinnulífinu sem byggja upp tengslanet kvenna,“ segir Eliza Reid í Ástarbréfi til Íslands.

,,Mikilvægi tengslanetsins og fjölbreytileika,“ var yfirskrift erindi Elizu Reid félagskonu FKA, meðstofnanda Iceland Writers Retreat og forsetafrúar á stofnfundi FKA Suðurnes föstudaginn 26. nóvember 2021.
Þar las hún einnig úr nýútkominni bók sinni ,,Sprakkar“ þar sem hún tók viðtöl við fjölda íslenskra kvenna meðal annars Fidu Abu Libdeh félagskonu FKA, stofnanda og eiganda GeoSilica sem var í forsvari fyrir nýja deild FKA á Suðurnesjum ásamt Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur félagskonu FKA, bæjarfulltrúa og stjórnarformanns HS Veitna (sjá mynd).

„Við þurfum að gæta jafnvægis í íslensku atvinnulífi. Þess vegna er gott að hafa félög eins og Félag kvenna í atvinnulífinu sem byggja upp tengslanet kvenna. Ég ræði um það í bókinni ásamt því að tala um fyrirmyndir og kynjakvóta. En það sem kom kannski mest á óvart sem ég sá reyndar eftir á, var að konurnar sem ég tók viðtöl við töluðu ekki mikið um vandamál við að finna jafnvægi milli vinnu og heimilislífs, en erlendis er þetta oft nefnt sem stærsta áskorun kvenna. Það er erfitt að vera í ábyrgðarstöðu og reka heimili, og á ekki bara að hvíla á herðum kvenna en það er ekki eins mikið vandamál hér og það finnst mér jákvætt,“ segir Eliza.
,,Get montað mig af Íslandi!” Eliza Reid og bókin/Morgunblaðið HÉR – Sprakkar, en það er gamalt orð yfir kvenskörunga.
#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKASuðurnes #Morgunblaðið @Eliza Reid @Guðný Birna Guðmundsdóttir @Fida Abu Libdeh #Sprakkar