Eliza Reid FKA kona og ástar­bréf til Íslands.

,,Þess vegna er gott að hafa fé­lög eins og Fé­lag kvenna í at­vinnu­líf­inu sem byggja upp tengslanet kvenna,“ segir Eliza Reid í Ástar­bréfi til Íslands.

,,Mikilvægi tengslanetsins og fjölbreytileika,“ var yfirskrift erindi Elizu Reid félagskonu FKA, meðstofnanda Iceland Writers Retreat og forsetafrúar á stofnfundi FKA Suðurnes föstudaginn 26. nóvember 2021.

Þar las hún einnig úr nýútkominni bók sinni ,,Sprakkar“  þar sem hún tók viðtöl við fjölda ís­lenskra kvenna meðal annars Fidu Abu Libdeh félagskonu FKA, stofnanda og eiganda GeoSilica sem var í forsvari fyrir nýja deild FKA á Suðurnesjum ásamt Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur félagskonu FKA, bæjarfulltrúa og stjórnarformanns HS Veitna (sjá mynd).

Engin lýsing til

„Við þurf­um að gæta jafn­væg­is í ís­lensku at­vinnu­lífi. Þess vegna er gott að hafa fé­lög eins og Fé­lag kvenna í at­vinnu­líf­inu sem byggja upp tengslanet kvenna. Ég ræði um það í bók­inni ásamt því að tala um fyr­ir­mynd­ir og kynja­kvóta. En það sem kom kannski mest á óvart sem ég sá reynd­ar eft­ir á, var að kon­urn­ar sem ég tók viðtöl við töluðu ekki mikið um vanda­mál við að finna jafn­vægi milli vinnu og heim­il­is­lífs, en er­lend­is er þetta oft nefnt sem stærsta áskor­un kvenna. Það er erfitt að vera í ábyrgðar­stöðu og reka heim­ili, og á ekki bara að hvíla á herðum kvenna en það er ekki eins mikið vanda­mál hér og það finnst mér já­kvætt,“ seg­ir El­iza.

,,Get montað mig af Íslandi!” Eliza Reid og bókin/Morgunblaðið HÉR – Sprakkar, en það er gam­alt orð yfir kven­skör­unga.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKASuðurnes #Morgunblaðið @El­iza Reid @Guðný Birna Guðmundsdóttir @Fida Abu Libdeh #Sprakkar