Endurfundir „ÚH-ara” á vegum Íslandsstofu

Það var fjölbreyttur hópur sem var samankominn á Grand hótel í gær á fundi fyrrum „ÚH-ara“.

Útflutningsverkefnið ÚH (Útflutningsaukning og hagvöxtur) fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir en um 200 manns víðsvegar af landinu hafa tekið þátt frá upphafi. Aðalmarkmið fundarins var að efla tengslanetið og fræðast um eitt og annað sem er að gerast í útflutningsmálum. Alls mættu um 60 manns á fundinn.

Hér er fréttin í heild á heimasíðu Íslandsstofu ásamt myndum frá samkomunni – SMELLTU HÉR