Er FKA orkunni tappað á flöskur, orkunni sem gustar af fjölbreyttum hópi félagskvenna um land allt?

FKA orkunni tappað á flöskur?

Á skrifstofu FKA í Húsi atvinnulífsins er þessi flaska.

Innihald flöskunnar er orkan sem gustar af fjölbreyttum hópi félagskvenna um land allt og minnir á MAN-auðinn okkar í Félagi kvenna í atvinnulífinu.

Flaskan minnir á samstöðu og samtakamátt en jafnframt á baráttu formæðra og axlirnar sem við stöndum á í dag. Fólk í nútíð og fortíð sem hefur rutt brautir og mokað okkur í gegnum skafla þegar vitlaust er gefið.

Í dag er 24. október, dagur Sameinuðu þjóðanna en það var árið 1975 sem SÞ útnefndi árið sem alþjóðlegt kvennaár undir kjörorðunum: Jafnrétti / Framþróun / Friður.

24. október er dagur hreyfiafls, dagsins minnst þar sem íslenskar konur lögðu niður vinnu og flykktust í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarstór útifundur var haldinn. Tilgangurinn var að minna á atvinnuframlag kvenna og vakti þessi viðburður heimsathygli.

Íslendingum hefur ávallt þótt gaman og gefandi að vera landið sem litið er til og nú um stundir höfum við einstakt tækifæri. Öll erum við að skapa okkur og endurskapa og mikilvægt er að grípa einstakt tækifæri til að slá í gegn á allan hátt í sátt við náttúru og menn.

Til að nýta tækifærið til að vera jafnréttisparadísin sem fjallað er um er mikilvægt að sóa ekki MAN-auði!

Er FKA orkunni tappað á flöskur, orkunni sem gustar af fjölbreyttum hópi félagskvenna um land allt? Jú, stemmir, Félag kvenna í atvinnulífinu er í þjónustu við atvinnulífið, er alvöru hreyfiafl til góðra verka í takt við nýja tíma.

Við höfum nú tækifæri til að vera langbest en ekki skást.

Jafnréttir er ákvörðun!

#fka#hreyfiafl