Erindin af Nýsköpunarvikunni um hindranir, valdeflingu og framtíðina í nýsköpunarumhverfinu, áskoranir við að koma vörum á markað og margt fleira …

,,Ekki gera sömu mistök og ég!” var yfirskrift á einu erindinu á viðburði Nýsköpunarnefndar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í vikunni.

Viðburðurinn var liður í Nýsköpunarvikunni, var rafrænn og erindin fjölbreytt þar sem hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi voru rædd. Skautað var yfir vegferð frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað, áskoranir við að koma vörum á markað og margt fleira.

Vel gert Nýsköpunarnefnd FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu.

Viðskiptablaðið frétt HÉR.

Erindin HÉR.

Í Nýsköpunarnefnd FKA eru: Huld Magnúsdóttir formaður, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins- Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís- Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, framkvæmdastjóri YR Ráðgjöf- Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi Icelandic Lava Show og sölustjóri hjá Microsoft á Íslandi- Soffía Haraldsdóttir, rekstrarþjálfi og eigandi First Class- Sólveig Eiríksdóttir, stofnandi Himneskt og Gló- Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars og verkefnastjóri íslensku Hönnunarverðlaunanna