Erla Ósk Pétursdóttir FKA-kona um að alast upp við fiskinn og sjóinn.

Erla Ósk Pétursdóttir FKA-kona í Hlaðvarpi Óla Jóns.

Erla segir okkur líka frá því hvernig það er að alast upp við fiskinn, sjóinn og í fjölskyldufyrirtæki. Einnig förum við inn á það hvernig viðhorf íslendinga hefur breyst gagnvart sjávarútvegsfyrirtækjum og öllum þeim breytingum sem hafa orðið á síðustu árum.

Erla starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu Vísi hf. í Grindavík og á heimasíðu fyrirtækisins segir að fyrirtækið hafi í hálfa öld „notið mikillar gæfu og haft á að skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki – mannauður fyrirtækisins er því lykillinn að farsælum rekstri þess.“

Í þessu spjalli segir Erla frá námi og starfi sínu í Bandaríkjunum, hvers vegna hún staldraði þar við eftir nám og störfum sínum sem mannauðsstjóri. Hægt að hlusta HÉR.