Ertu búin að skrá þig á stórglæsilegan Opnunarviðburð FKA? Upplifun og léttar veitingar við Elliðaárstöð.

Orkustöð FKA við Elliðaárstöð er Opnunarviðburður FKA 2021.

Starfsárið hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA hefst með stórglæsilegri dagskrá, upplifunargöngu og léttum veitingum við Elliðaárstöð 2. september nk. klukkan 17.

Lopapeysukeppni og innsetningar hönnunarteyma og þannig má lengi telja.

Stórglæsileg dagskrá við Elliðaárstöð á Opnunarviðburði þar sem félagskonur koma saman og njóta stundarinnar.

Við bjóðum nýjar félagskonur hjartanlega velkomnar. Þú getur sótt um félagsaðild á heimasíðu FKA HÉR – Komdu með!

Skráning á Opnunarviðburðinn er nauðsynleg en það má gera m.a. HÉR

Veðurfar er hugarfar en við þurfum að klæða okkur eftir veðri og konur beðnar um að huga að persónulegum sóttvörnum, kippa grímunni með svo hægt sé að fylgja sóttvarnarreglum. Ef flensueinkenni gera vart við sig biðjum ykkur að vera heima og mæta ferskar síðar.

Konur – forgangsröðum okkur!

Hugheil kveðja frá Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu FKA!

#hreyfiafl#fka#sýnileiki#tengslanet#FKAKonur#Elliðaárstöð