Ertu búin að tryggja þér pláss í glæsilegu tímariti sem kemur út þann 7. maí 2021?

Við hefjum sumarlesturinn með fróðlegum viðtölum og hressandi umfjöllun. Þú getur tekið þátt í glæsilegu tímariti í samstarfi við FKA og Vikuna sem kemur út þann 7. maí nk.

Birtíngur útgáfufélag gefur út glæsilegt tímarit í samstarfi við FKA og tímaritið Vikuna í kringum 7. maí nk.

Markmið blaðsins er að vera vorboðinn í lesefni, varpa ljósi á fjölbreytni sem er til staðar í atvinnulífinu og kynna FKA um land allt og ársskýrslu félagsins. Við hefjum sumarlesturinn því með fróðlegum viðtölum og hressandi umfjöllun sem þú getur tekið þátt í.

Staðfesta þarf þátttöku í blaðinu fyrir 20. apríl nk.

Til að fá nánar upplýsingar um tímaritið og ferlið má heyra í asgeir@birtingur.is eða sigridur@birtingur.is og ræða möguleikana.

Allar félagskonur FKA fá blaðið rafrænt en það verður líka til sölu á pappírsformi.

Best er að gefa sér góðan tíma og staðfesta strax en búast má við góðri þátttöku.

Eigið góðan dag!

#FKA#Sýnileiki#Tengslanet#Hreyfiafl#Vikan