Ertu búin að tryggja þér sæti? Nú er loks komið að því að skella sér í A-FKA ferð á Suðurland dagana 8. – 10. okt. n.k. 

Kæru FKA félagskonur!

Nú er loks komið að því að skella sér með í A-FKA ferð á Suðurland dagana 8. – 10. okt. n.k. 

FKA konur á Suðurlandi halda uppi fjölbreyttu atvinnulífi og hafa undirbúið komu okkar síðustu misseri. –  Það verður farið frá fjöru til fjalla milli þorpa og bæja og mun margt óvænt  koma í ljós. 

Gist verður á Hótel Geysi föstudagsnóttina og laugardagsnóttina á Hótel Vos (River front hótel og Mill Lodge).  

Farið verður af höfuðborgarsvæðinu skv. venju frá bílastæðinu við Hús verslunarinnar (Kringlunni 7) kl. 09:30 að morgni föstudagsins 8. okt. og áætlaður komutími á sama stað á sunnudagseftirmiðdaginn.  

Verðið með öllu inniföldu nema drykkjum er kr. 55.000 –   en kr. 43.000 fyrir félagskonur Atvinnurekendadeildar (fyrir 2ja nótta gistingu í tveggja manna herb. með morgunverði,  2 kvöldverðum, 3 hádegisverðum, akstri og heimsókn í Ægissíðu hellana m.m.) Ath. fjöldi þátttakenda  takmarkast við 60 konur – vegna þess að við getum ekki tryggt gistingu fyrir fleiri.  

Þátttakendur skrá sig með greiðslu þátttökugjaldsins, eftir því sem við á  kr. 55.000 eða  kr. 43.000  –  Inn á reikning A-FKA:  0133-26-200898, kt. 621019-1390  Athugið að tryggja ykkur rétt útfyllta kvittun þ.m.t.  að komi fram hver er greiðandi og þátttakandi  – ef ekki sá sami – því við gefum ekki út reikninga eða sérstakar kvittanir eftir á.     

Við ætluðum kæru konur að gefa ykkur 2 kosti þ.e. að millifæra inn á reikning A-FKA, Atvinnurekendadeildar EÐA greiða með greiðslukorti inn á greiðslulink EN vegna þess hve það hefur dregist að fá linkinn útbúinn hjá þjónustuaðila og sér ekki fyrir endann á þeirri bið  – og ferðadagarnir nálgast óðfluga – þá ákváðum við að bíða ekki lengur með að senda út þessa auglýsingu, hefja skráningar og taka við greiðslu þátttökugjaldsins með millifærslu.  

Í ferðinni hugar hver og ein að persónulegum sóttvörnum og fylgir sóttvarnarreglum til dæmis þegar/ef ekki er hægt að tryggja fjarlægð o.s.frv.     

Með kærum kveðjum, Jónína (jonina@joninabjart.is) f.h. ferðanefndar og stjórnar A-FKA