Ertu með á Hönnunarmars? 

HönnunarMars fer fram í sjöunda sinn dagana 12. – 15. mars 2015.  Hátíðin spannar vítt svið, þar sýna helstu hönnuðir þjóðarinnar það sem í þeim býr og nýútskrifaðir hönnuðir stíga sín fyrstu skref. HönnunarMars er uppskeruhátíð, þar fara fram viðskiptastefnumót íslenskra og erlendra fyrirtækja við fyrirtæki hönnuða, hann hvetur til samstarfs og þar verða ný stefnumót. 

Við viljum gjarnan varpa ljósi á þær staðsetningar sem okkar konur hafa valið sér.  Á setningardegi HönnunarMars sendum við félagskonum svo póst með helstu upplýsingum s.s. vöru/þjónustu sem kynnt er og staðsetningu viðburðarins. 

Þannig viljum við hvetja ykkur til að heimsækja og vera vakandi fyrir þátttöku kvenna í félaginu. Það er er jú alltaf gaman að fá heimsókn frá ykkur .. já eða myndakveðju á Facebook/Twitter/Snapchat.. 😉 

Þær félagskonur sem eru þátttakendur á HönnunarMars, endilega skráið ykkur á listann okkar. Ein mynd má einnig fylgja með, sendið hana á fka@fka.is merkta “HönnunarMars 2015”. 
Skráningarsíða FKA kvenna sem taka þátt í HönnunarMars – SMELLTU hér. 

Nánari upplýsingar um HönnunarMars – SMELLTU hér. 

Kær kveðja 
Viðskiptanefnd FKA