Skráningar í Fast 50 og Rising Star
Skráningar standa yfir í Fast 50 og Rising Star og er hægt að senda inn skráningu fram til 11. október næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem Fast 50 og Rising Star verkefnin eru haldin hér á landi en þau eiga uppruna sinn hjá Deloitte í Bandaríkjunum og teygir nú anga sína til um 40 landa. Um er að ræða vettvang þar sem íslenskum tæknifyrirtækjum gefst kostur á að vekja athygli fjárfesta og annarra hagsmunaaðila víðsvegar í heiminum á vexti og vaxtarmöguleikum sínum. Deloitte stendur að verkefninu í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Félag kvenna í atvinnulífinu og Nýsköpunarmiðstð Íslands. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá dómnefnd með sigurvegurum síðasta árs.
Þátttökuskilyrði
Fast 50 er ætlað fyrir ört vaxandi tæknifyrirtæki sem hafa verið starfandi í 4 ár. Til að taka þátt þarf að skila inn rekstrarupplýsingum fyrir árin 2014 og 2017 og almennri lýsingu á tækni fyrirtækisins. Fyrirtækið verður að vera íslenskt, stofnað árið 2014 eða fyrr, vera í tæknitengdri starfsemi og velta 2014 þarf að hafa verið yfir 80 þúsund EUR og 1 mkr EU á árinu 2017. Hér er hægt að senda inn skráningu.
Rising Star er ætlað fyrir frumkvöðla og sprota í tæknitengdum greinum sem hafa verið í starfsemi skemur en 4 ár. Til að taka þátt þarf að skila inn rekstrarupplýsingum fyrir árið 2017 og kynningu á fyrirtækinu. Fyrirtækið þarf að vera íslenskt, stofnað á árunum 2014-2017, vera í tæknitengdri starfsemi og hafa veltu yfir 1,2 mkr. í fyrra og eru styrkir þar með taldir. Hér er hægt að senda inn skráningu.
Ávinningur
Þau fyrirtæki sem skrá sig í Fast 50 eða Rising Star eiga möguleika á að:
- vera boðið á Slush í Helsinki í byrjun desember
- funda með erlendum fjárfestum um næstu skref
- kynna fyrirtækið fyrir erlendum fjárfestum
- fá aukna umfjöllun um fyrirtækið
- efla til muna sýnileika vörumerkja fyrirtækisins
- vekja athygli innlendra og erlendra fjárfesta
- skapa verðmæt tengsl þvert á landamæri
- tengjast nýsköpunarteymum Deloitte rlendis
- fá ráðgjafatíma hjá sérfræðingum Deloitte
- þátttakendur í Fast 50 eru gjaldgengir á sameiginlega EMEA Fast 500 listann sem tekur til tæknifyrirtækja í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku.