Einstakt tækifæri með
Deiloitte ásamt samstarfsaðilum sem eru FKA, SI, NMÍ og Íslandsbanki
Ef þú ert frumkvöðull eða með sprotafyrirtæki þá hvetjum við þig til að
skoða Fast 50 & Rising star!
En hvað er Fast 50 & Rising
star!
Þetta er alþjóðlegur fjárfesta-
og kynningarviðburður fyrir frumkvöðla, sprota og tæknifyrirtæki í örum vexti
sem Deloitte stendur fyrir. FKA er samstarfsaðili Fast 50 & Rising Star
ásamt SI, Íslandsbanka og NMÍ.
Með þátttöku í Fast 50 &
Rising Star fá íslenskir frumkvöðlar, sprotar og tæknifyrirtæki einstakt
tækifæri til vekja athygli fjárfesta og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um
heiminn á vexti sínum og vaxtarmöguleikum.
Ávinningurinn af þátttöku er
fjölbreyttur og það kostar ekkert að skrá fyrirtæki. Fyrirtækin sem taka þátt í
Fast 50 eða Rising Star eiga möguleika á að:
- funda með innlendum fjárfestum
um næstu skref - kynna fyrirtækið fyrir
erlendum fjárfestum - hljóta 600 þúsund króna
styrk frá Íslandsbanka - fá aukna umfjöllun um
fyrirtækið - efla til muna sýnileika
vörumerkja fyrirtækisins - vekja athygli innlendra
og erlendra fjárfesta - skapa verðmæt tengsl
þvert á landamæri - tengjast
nýsköpunarteymum Deloitte víða um heim
Sérstök dómnefnd skipuð af
fjölbreyttum hópi sérfræðinga fer yfir allar umsóknir og velur 4-6 fyrirtæki
sem boðið er að kynna sig á Fast 50 & Rising Star viðburðinum – svokallaðri
uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans, sem haldin verður 16. nóvember næstkomandi.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA og forstjóri Grayline er formaður
dómnefndar.
Fast 50 er fyrir íslensk
tæknifyrirtæki í örum vexti, sem hafa starfað í minnst fjögur ár og
Rising Star er fyrir íslenska frumkvöðla og sprota sem hafa starfað skemur
en í fjögur ár.
Hægt er að skrá fyrirtæki á
vefsíðunni www.fast50.is
Fast 50 hófst árið 1995 í
Bandaríkjunum en teygir nú anga sína til um 40 landa og um 30 þúsund
tæknifyrirtæki vítt og breitt um heiminn hafa skráð sig til leiks á þessum
tíma. Fast 50 snýst í grunninn um að kortleggja þau tæknifyrirtæki sem vaxa
hraðast m.t.t. veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili og er slíkur listi
birtur árlega.
Allir þátttakendur í Fast 50
hérlendis eru gjaldgengir á sameiginlegan EMEA Fast 500 listann sem tekur til
tæknifyrirtækja í Evrópu, Mið-Austurlanda og Afríku. Sá listi er gefinn út í
nóvember ár hvert og fær iðulega mikla athygli alþjóðlegra fjárfestingarsjóða
og annarra fjárfesta.
Á meðal þeirra fyrirtækja sem tóku
þátt í Fast 50 fyrra
voruThula Nordic Source Solutions, Meniga, AppDynamic, Nox
Medical og Zymetech en þessi félög röðuðust öll á EMEA Fast 500
listann í fyrra, þar af fjögur þeirra á topp 150. Yfir 1.000 tæknifyrirtæki eru
gjaldgeng á þann lista úr öllum Fast 50 viðburðunum á EMEA svæðinu.
Rising Star er haldið að
alþjóðlegri fyrirmynd en sambærileg verkefni eru keyrð af aðildarfyrirtækjum
Deloitte t.d. í Belgíu, Hollandi, Ísrael, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi
og Bandaríkjunum. Lykiláherslan í Rising Star er á vaxtarmöguleika fyrirtækja.
Í fyrra valdi
Rising Star dómnefndin fyrirtækin Authenteq, Flygildi, Geosilica
frá FKA, Kúla 3D, Solid Clouds og dent &
buckle til að kynna sig og hlutuAuthenteq og Kúla 3D titilinn
Rising Star 2015.
Þann 16. nóvember verður
svokölluð uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans haldinn í Deloitte þar sem
tilkynnt verða úrslit. Öllum FKA konum er boðið á viðburðinn en nánari
upplýsingar verða sendar út síðar.