Fast50 listinn birtur á uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans

Föstudaginn 23. október næstkomandi frá kl. 17:30-19:00 verður Fast 50 listinn birtur og nokkrir Rising Star þátttakendur kynna vaxtarmöguleika sína.

FKA er formlegur samstarfsaðili Deloitte, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í þessu verkefni og er áhugasömum FKA konum boðið að mæta og taka þátt.

Skráning fer fram á fast50@deloitte.is – enginn aðgangseyrir og léttar veitingar verða í boði.

Vertu velkomin á uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans sem fram fer í Turninum í Kópavogi hjá Deloitte.