Félag íslenskra Kvenna í atvinnulífinu í Kaupmannahöfn
Stofnfundur félags íslenskra kvenna í atvinnulífinu í Kaupmannahöfn var haldinn í
sýningarhúsnæði Marel þann 22. maí síðastliðinn. Þar voru mættar yfir 20 konur sem allar
eru að fást við spennandi og skemmtileg verkefni á ýmsum sviðum atvinnulífsins á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu.

og Vigdís Finnsdóttir, eigandi og forstjóri verslananna Boutik Fisk og Retreat, með erindi og
sögðu sína sögu frá því þær fluttu til Kaupmannahafnar og hvernig þeirra starfsframi hefur
þróast í nýju landi.
Markmið félags íslenskra kvenna í atvinnulífinu í Kaupmannahöfn eru samsvarandi markmiðum
FKA á Íslandi: Að skapa öflugt tengslanet kvenna með því að markmiði að sameina konur í
atvinnulífinu og um leið að auka sýnileika og tækifæri kvenna.
Í stjórn félagsins voru kosnar: Anna Margrét Skúladóttir, klínískur, réttar og
skipulagssálfræðingur, Elísabet Austmann, þróunarstjóri hjá Marel í Kaupmannahöfn, Hildur
Inga Rós Raffnsøe, arkitekt, Kristín Brynja Gunnarsdóttir, eigandi Einrúm, og Vigdís Finnsdóttir,
eigandi Boutik Fisk og RETREAT, Halla Benediktsdóttir, var kosinn formaður, en hún er
prjónahönnuður.
Næsti fundur félagsins verður haldinn þann 11. september nk. Kristín Olafsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka Norrænu félaganna (FNF), ætlar að bjóða á vinnustöðvar sínar
og segja stuttlega frá starfsemi FNF og sjálfri sér. Einnig mun Oddný G. Harðdardóttir,
alþingismaður og fyrrerandi kennari, skólastjórnandi, bæjarstjóri og fjármálaráðherra
heimsækja hópinn og veita honum innblástur til frekari verkefna.
Allar konur sem búsettar eru á stór-Kaupmannahafnar svæðinu sem eru þáttakandur í
atvinnulífinu þar, eru hvattar til að koma á fundinn þann 11. september og efla sitt tengslanet.
Alla nánari upplýsingar gefur elisabet.austmann@marel.com